fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Bráðum gætu allir verið með svona grímu

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 14. janúar 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt tæki gerir símnotendum kleift að tala í símann án þess að það heyrist í þeim. Þrátt fyrir að flestir sem vilja ekki láta heyra í sér láti sér einfaldlega nægja að senda SMS eða Facebook-skilaboð þá eru sumir hlutir alltaf best sagðir í gegnum síma en það getur verið erfitt þegar setið er í strætisvagni, kaffihúsi eða á fjölmennum vinnustað. Til þess er Hushme-gríman.

Gríman tengist við símann í gengum Bluetooth og hylur munninn þannig að ekki heyrast orðaskil. Gríman mun þó vera nógu stór til að sá sem talað er við skilji hvað er sagt. Til að auka öryggið er hægt að kveikja á sérstökum hljóðum þannig að sá sem reynir að hlusta heyrir bara fuglahljóð, suð eða píp. Græjan er framleidd í Úkraínu og var þróunin fjármögnuð í gengum Kickstarter.

Hinn grímuklæddi Bane tekst á við Batman í The Dark Knight Rises frá árinu 2012.
Hinn grímuklæddi Bane tekst á við Batman í The Dark Knight Rises frá árinu 2012.

Mynd: (c) 2012 Warner Bros. Entertainment Inc. and Legendary Pictures Funding LLC

Blaðamaður BBC prófaði Hushme á CES-tæknisýningunni í Las Vegas á dögunum og líkti hann græjunni við grímuna sem illmennið Bane var með á sér í The Dark Knight Rises.
Hvort þetta slái í gegn verður hins vegar tíminn að leiða í ljós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu