fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fókus

5 dýrustu einbýlishúsin á höfuðborgarsvæðinu í dag – Sjáðu myndirnar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 23. október 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enginn skortur er á stórglæsilegum einbýlishúsum þegar fasteignaauglýsingar eru skoðaðar, en verðmiðinn er kannski ekki fyrir hvern sem er.

Hér birtum við fimm dýrustu einbýlishúsin sem finna má á fasteignavef Mbl í dag.

Rétt er að taka fram að eignum er raðað eftir dýrasta verðmiðanum, ekki verði per fermeter, ástandi eignar eða hvað henni tilheyrir. Einnig eru 13 einbýlishús á fasteignavefnum þar sem seljandi óskar eftir tilboði í eignina.

Skógarhlíð 22 105 Reykjavík – 250 milljónir

Hér er sögufrægt hús, Þóroddsstaðir í Skógarhlíð, ásamt byggingarétt fyrir 18 íbúðir. Húsið er 2 hæðir og kjallari (niðurgrafinn að hluta). Lóðin er 1.397 fm að stærð og eru á henni mörg bílastæði. Húsnæðinu hefur verið breytt í skrifstofuhúsnæði og er tilvalið að breyta í íbúðir. Samþykktur er 1.280 fm byggingarréttur fyrir stækkun, svo kjörið er að breyta þessu í fallega íbúðabyggð á besta stað í borginni, steinsnar frá 2 háskólum, leik- og barnaskóla. Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Gullakur 2, 210 Garðabæ – 234 milljónir

Einstaklega glæsilegt og vandað 347 fm einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Húsið stendur á 889 fm eignarlóð við opið óbyggt svæði á einum allra besta stað í Akrahverfinu. Húsið er hannað af Ingu Sigurjónsdóttur arkitekt sem og allar innréttingar. Gólfhiti, snjóbræðsla í bílastæði. Húsið er einangrað að utan, zink á þaki. Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Bjarkargata 6, 101 Reykjavík – 210 milljónir

Mikið endurnýjað einbýlishús á þremur hæðum við Bjarkargötu með tveimur auka íbúðum. Húsið skiptist í kjallara, 1. hæð, 2. hæð og bílskúr. Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Auðnukór 9, 203 Kópavogi – 198 milljónir

Nýlegt og stórglæsilegt einbýlishús á einstökum útsýnisstað í Kópavogi. Húsið stendur á einstakri lóð innst í botnlanga við stórt opið grænt svæði ofan við golfvöll GKG. Afstaða hússins er góð, innra skipulag frábært og hönnun falleg. Engu hefur verið til sparað við efnisval. Húsið er einangrað að utan og klætt og því viðhaldslétt. Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Hávallagata 3, 101 Reykjavík – 187,5 milljónir

Glæsilegt og vandað 11 herbergja 296,8 m2 einbýlishús á þremur hæðum, með þjónustuíbúð í kjallara.
Hér er um að ræða mjög vel staðsett, glæsilegt og vandað einbýlishús í fallegri og rólegri götu við miðborginni. Í kringum húsið er mjög fallegur og stór garður, en lóðin, sem er eignarlóð,  er 527 fm. að stærð. Húsið er vel byggt og hefur því verið vel viðhaldið. Arkitekt hússins var Einar Sveinsson, fyrrverandi húsameistari Reykjavík. Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“