fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Verið þæg eða vélarnar gera ykkur óþörf

Egill Helgason
Þriðjudaginn 23. október 2018 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsíðufrétt í Mogganum í dag er býsna afhjúpandi. Skilaboðin eru í raun: Ef þið krefjist hærri launa, þá taka vélarnar við af ykkur.

Þetta er býsna köld kveðja – og ekkert sérlega taktísk– inn í kjaraviðræður.

En að miklu leyti er þetta náttúrlega satt. Tæknibyltingin sem við stöndum frammi fyrir, hin mikla sjálfvirknivæðing, er öll á forsendum fjármagnsins.

Það eru kapítalistarnir sem búa sig undir að hirða allan arðinn af henni. Það þykir eiginlega sjálfsagt. Við sjáum merki þess í vaxandi ójöfnuði. Af frétt Morgunblaðsins verður ekki annað skilið en að eigendur búðanna telji að sé sjálfsagt að við tæknibreytingar taki þeir til sín stærri hlut.

Eitt stærsta verkefni samtímans er hvernig á að deila arðinum af tækniframförum á réttlátan hátt – í fréttinni er vísað til fjölgunar öryrkja. Er það hugmyndin að þeir sem verða undir í slagnum við sjálfvirkni vélanna endi uppi sem bótaþegar?

Þetta er mjög nöturleg framtíðarsýn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar