fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Þrítugur með Alzheimer

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 12. janúar 2018 19:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrítugur faðir ætlar að leggja áherslu á að njóta næstu missera með tveimur ungum börnum sínum eftir að hafa greinst með hinn erfiða sjúkdóm Alzheimer.

Maðurinn sem um ræðir heitir Daniel Bradbury og er Englendingur búsettur í Nottingham. Sjúkdómurinn sem Daniel þjáist af er sjaldgæfur og arfgengur og tengist erfðavísi sem kallast PSEN1.

Þessi tegund kemur fram hjá yngra fólki, oftast á aldrinum 40 til 60 ára, en til eru dæmi um að sjúkdómurinn komi fram hjá yngra fólki. Daniel er í þeim hópi en ekki er vitað um yngri eða jafn ungan einstakling sem greinst hefur með sjúkdóminn í Bretlandi.

Alzheimer-sjúkdómurinn leiðir til hrörnunar heilans og vitglapa. Einkennin eru, eins og margir vita, lélegt minni og minni tengsl við raunveruleikann.

Sem fyrr segir er sjúkdómurinn arfgengur en faðir Daniels lést úr sjúkdómnum þegar hann var 36 ára.

Bradbury er í sambúð með kærustu sinni og barnsmóður, Jordan Evans, en saman eiga þau tvíbura sem eru 18 mánaða. Þau hafa nú hafið söfnun svo þau komist í frí og geti notið síðustu áranna saman.

„Þetta hefur ekki bara áhrif á mig. Þetta hefur áhrif á alla í kringum mig. Ég veit ekki hversu langur tími mun líða þar til sjúkdómurinn mun stjórna lífi mínu. En ég vil vera eins góður faðir og ég get eins lengi og möguleiki er á,“ segir Daniel sem kveðst vilja búa til góðar minningar fyrir unnustu sína og börn áður en hann kveður sjálfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum