fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Safna hári undir höndum

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 29. janúar 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabríela Sif Beck eða Mia Flawless er formaður rollerderby-félags Íslands en sú hjólaskautaíþrótt er Íslendingum ekki að góðu kunn. Gabríela lýsir íþróttinni sem „harðri contact-íþrótt“ sem fer fram á sporöskjulaga braut. Í hvoru liði eru fimm leikmenn inni á í einu og fjórir af þeim eru svokallaðir blokkarar sem spila vörn en aðeins einn frammi sem sér um stigaskorunina. Sá er kallaður djammari. Fyrir hvern blokkara sem djammarinn kemst fram hjá fær hann eitt stig.

Á Íslandi eru um 30 rollerderby-iðkendur og flestir konur. Af þeim eru 20 í landsliðinu sem heldur nú á heimsmeistaramótið í fyrsta skipti en mótið verður haldið í Manchester á Englandi og hefst 1. febrúar. Alls eru 26 manns í teyminu sem fer út. Ísland spilar gegn Kostaríku og Team Indigenous (lið innfæddra Bandaríkjamanna) í riðlakeppninni. „Ég verð ánægður ef við verðum einhvers staðar um miðbikið,“ segir landsliðsþjálfarinn, Snorri Emilsson, sem kallar sig Flaming Moe.

Félagið var stofnað árið 2011 af íslenskum konum sem höfðu kynnst íþróttinni úti í Bandaríkjunum. Gabríela segir: „Til að byrja með vissu þær ekkert hvað þær voru að gera. Voru til dæmis á línuskautum en ekki hjólaskautum og spiluðu í bílakjöllurum.“ Nú æfa þær í Kaplakrika í Hafnarfirði.

Það verður seint sagt að iðkendur íþróttarinnar taki sig sjálfa mjög alvarlega. Allir nota þeir viðurnefni á borð við Bitchblade, Grim Creeper og Top Gunn-ur. Merki íslenska liðsins er lukkutröll með hár undir höndum og því hófu landsliðsmennirnir að safna hári í handarkrikunum í fyrrahaust í tilefni heimsmeistaramótsins. DV óskar þeim góðs gengis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki