fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025

Einn virtasti furðusagnahöfundur heims látinn

Ursula K Le Guin er látin 88 ára að aldri

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 24. janúar 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski vísindaskáldsagna- og fantasíuhöfundurinn Ursula K. Le Guin er látin, 88 ára að aldri. Hún lést á heimili sínu í Portland á mánudag.

Le Guin var einn þekktasti fantasíuhöfundur heims og gríðarlega virt meðal bókmenntafólks og náðu vinsældir hennar langt út fyrir raðir hefðbundinna aðdáenda vísindaskáldsagna.

Le Guin sendi frá sér ljóð, ritgerðir og meira en 20 skáldsögur, en er hvað þekktust fyrir Earthsea-þríleikinn og vísindaskáldsögurnar The Left hand of darkness og The Disposessed. Aðeins ein bók eftir Le Guin hefur verið íslenskuð en það er fyrsti hluti Earthsea-seríunnar, The Wizard of Earthsea. Bókin nefnist Galdramaðurinn í þýðingu Guðrúnar Bachmann og Peter Cahill, en bókin kom út hjá Iðunni árið 1977.

Le Guin var hápólitískur höfundur sem notaði fantasíuformið meðal annars til að velta fyrir sér skipulagi heimsins og möguleikum á annars konar samfélagi. Þegar hún hlaut heiðursviðurkenningu Bandarísku bókmenntaverðlaunanna árið 2014 lagði hún áherslu á mikilvægi vísindaskáldskapar og furðusagna, sem hún sagði allt of lengi hafa verið álitnar barnabókmenntir.

„Mér sýnist við stefna inn í erfiða tíma þar sem við munum kalla eftir röddum rithöfunda sem geta eygt aðra valmöguleika við það hvernig við lifum núna og geta séð í gegnum okkar óttablandna samfélag,“ sagði hún meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Verður líklegast áfram á Englandi

Verður líklegast áfram á Englandi
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

United búið að opna samtal

United búið að opna samtal
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Unglingur spurði þingmann hvers vegna Trump væri svona appelsínugulur – svarið hefur vakið athygli

Unglingur spurði þingmann hvers vegna Trump væri svona appelsínugulur – svarið hefur vakið athygli
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sjötug kona varð fyrir árás og eftirför unglinga í Kópavogi – „Mér fannst þetta skuggalegt“

Sjötug kona varð fyrir árás og eftirför unglinga í Kópavogi – „Mér fannst þetta skuggalegt“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Brottrekstur Úlfars gagnrýndur – „Bendir til þess að stjórnvöld leggi meira upp úr því að fela vandann en að taka á honum“

Brottrekstur Úlfars gagnrýndur – „Bendir til þess að stjórnvöld leggi meira upp úr því að fela vandann en að taka á honum“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Ronaldo hefur þénað í Sádí-Arabíu

Þetta er upphæðin sem Ronaldo hefur þénað í Sádí-Arabíu