fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Stefán Einar og Ágúst Ólafur í hár saman – „Stefán Einar Stefánsson, þér er stundum ekki viðbjargandi“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. október 2018 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður Morgunblaðsins og fyrrverandi formaður VR, gagnrýnir harðlega þátttöku íslenskra þingmanna á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins. Þar eru nú Ágúst Ólafur Ágústsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Ágúst og Áslaug hörmuðu á samfélagsmiðlum í gær að þingið hafi hafnað tillögu um að „þingið myndi „fá að ræða“ stöðu og réttindi hinsegin fólks á næsta þingi,“ líkt og Ágúst Ólafur komst að orði.

„Ég, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Sigmundur Davíð sitjum nú 139. þing Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) í Genf. Þetta samband hefur gert margt gott og gagnlegt í sínum störfum frá 1889. Í dag var hins vegar ekki einn af þeim dögum. Meirihluti þingsins, aðallega lönd frá svokölluðum þriðja heimi, felldu tillögu um að þingið myndi “fá að ræða” stöðu og réttindi hinsegin fólks á næsta þingi. Áslaug Arna kaus fyrir okkur í íslensku sendinefndina um að sjálfsögðu ætti að taka þá umræðu. En við töpuðum en baráttan heldur áfram og þarf að gera það,“ skrifar Ágúst Ólafur á Facebook.

Stefáni Einari var þó misboðið að þingmenn væru að taka þátt á þinginu. „Og hverju á þessi umræða á þessum vettvangi að skila? Skilar þetta fundabrölt einhverju öðru en kostnaði fyrir okkur skattgreiðendur? Eða eru dæmi um að þessi alþjóðahreyfing hafi einhvern tíma komið einhverju til leiðar?,“ skrifaði Stefán Einar í athugasemd við færslu Ágústs.

Ágúst svaraði í kaldhæðni að auðvitað væri alþjóðasamstarf óþarfi.

„Eiga menn að vera í alþjóðasamstarfi alþjóðasamstarfsins vegna? Er ekki nóg að vera með Sameinuðu þjóðirnar, ESB, EES, NATO og hvað þetta allt nú heitir svo ekki sé verið að búa til einhvern saumaklúbb fyrir þingmenn hvaðanæva að sem ekkert eiga sameiginlegt annað en það að þiggja dagpeninga og geta skrafað um mál sem ákvarðanir verða teknar um á einhverjum allt öðrum stöðum?,“ skrifaði Stefán Einar.

Ágúst Ólafur sagði þá: „Stefán Einar Stefánsson, þér er stundum ekki viðbjargandi“. Stefáni Einari blöskraði þetta svar. „Þetta er viðeigandi frá þingmanni á Alþingi Íslendinga. Af hverju getur þú ekki bara svarað svo einfaldri spurningu sem þessari: hverju hafa þessi algeimssamtök alheimsþingmanna skilað okkur sem þurfum að standa straum af herlegheitunum?,“ skrifaði Stefán Einar og bætti svo við: „Það er auðvitað alveg fráleit krafa að alþingismenn svari fólki þegar spurt er út í það hvað skattpeningar fara. Það kemur okkur ekkert við hvað gert er við nærri helming launa okkar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum