fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Matur

Guðdómlegar appelsínu- og súkkulaðimúffur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 17. október 2018 08:20

Svo dásamlegar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum verður maður bara að leyfa sér sætindi í morgunmat. Þá koma þessar múffur sterkar inn.

Appelsínu- og súkkulaðimúffur

Múffur – Hráefni:

63 ml olía
1 egg
75 ml mjólk
50 ml nýkreistur appelsínusafi
200 g hveiti
125 g sykur
1/2 tsk salt
börkur af einni appelsínu, rifinn
50 g dökkt súkkulaði, grófsaxað

Stökkur toppur – Hráefni:

2 msk. sykur
2 msk. kalt smjör
1/4 bolli hveiti

Yndislegar alveg hreint.

Aðferð:

Hitið ofn í 180°C og takið til möffinsform. Blandið eggi, olíu, mjólk, appelsínuberki og appelsínusafa vel saman. Bætið sykri og salti saman við og þeytið vel. Bætið síðan hveitinu varlega saman við og passið að þeyta ekki of mikið. Blandið súkkulaðinu saman við með sleif eða sleikju. Blandið síðan öllum hráefnunum í stökka toppinn saman í skál og notið fingur til að vinna hráefnin saman þar til þau minna á mulning. Hellið möffinsdeiginu í formin og drissið síðan toppinum yfir. Bakið í 20 mínútur og leyfið þeim að kólna áður en þið gúffið í ykkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar