fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Lögreglan gómaði mann við undarlega iðju við stýri: „Varla hægt að útskýra svona bölvaða vitleysu“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. október 2018 14:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því á Facebook að hún hafi í síðustu viku gómað mann við akstur sem hafði verið að horfa á sjónvarpsefni á sama tíma og hann keyrði. Lögregla bendir réttilega á hættuna sem þessu fylgir

Lögregla segir það vefist fyrir mörgum að tala ekki í síma undir stýri. „Allir ættu nú að geta verið sammála um það að akstur krefst athygli og því er betra að láta t.d. símann eiga sig þegar maður er við stýrið í umferðinni. Þetta vefst þó fyrir mörgum og hækkun sektar fyrir að tala í síma í umferðinni án handfrjáls búnaðar virðist engin áhrif hafa á suma, því miður. Að tala í símann við fyrrnefndar aðstæður er þó ekki eina vandamálið því einnig má nefna að lesa og senda textaskilaboð, en að gera slíkt við akstur býður líka hættunni heim,“ segir í færslu lögreglunnar.

Maðurinn sem lögregla gómaði í síðustu viku gekk þó lengra en að tala í símann: „Ökumaðurinn sem við stöðvuðum í síðustu viku var reyndar ekki með símann í höndunum, heldur hafði fest hann við innanverða framrúðuna, líkt og sést á myndinni. Kveikt var á símanum og viðurkenndi ökumaðurinn að hann hefði verið á horfa á sjónvarpsefni í símanum á sama tíma og hann átti að vera með hugann við aksturinn. Ökumaðurinn fékk skömm í hattinn og var bent á að leggja í næsta bílastæði ef hann þyrfti svona nauðsynlega að horfa á sjónvarpið. Þegar ökumaðurinn var spurður frekar um háttsemina var auðvitað fátt um svör enda varla hægt að útskýra svona bölvaða vitleysu við stýrið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd