fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Hafsteinn: Stráin við braggann á svartlista – Á bannlista víða í Evrópu

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 10. október 2018 13:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stráin fyrir utan braggann í Nauthólsvík eru á svartlista í Evrópu yfir ágengar plöntur. Þetta segir Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður í samtali við MBL í dag. Líkt og Eyjan greindi fyrst frá í gær eru stráin flutt inn frá Danmörku, þau eru höfundarréttarvarin og af tegundinni dúnmelur sem er náskylt melgresi sem vex hringinn í kringum landið.

Sjá einnig: Þessi strá fyrir utan braggann kostuðu 757 þúsund krónur – Höfundaréttavarin og keypt frá Danmörku

Hafsteinn segir að dúnmelur sé á skrá víða í Evrópu yfir svartlistaðar tegundir og lagt hafi verið til að slíkt hið sama verði gert hér á landi. „Sá listi hef­ur aldrei verið lög­gilt­ur, en á hon­um er fullt af plönt­um sem eru er­lend­ar og ágeng­ar,“ segir Hafsteinn. Segir hann jafnframt að dún­mel­ur sé á bann­lista á mörg­um ríkj­um Evr­ópu, en hann geti verið ágeng­ur á ákveðnum stöðum.

Dúnmelur er ekki á lista MAST yfir plöntur sem er bannað að flytja til landsins, en bannað er að flytja inn villtar plöntur erlendis frá.

Plantan kemur upprunalega frá vesturströnd Norður-Ameríku. Henni var sáð fyrir nokkrum áratugum hér á landi í Fljótshlíðinni sem og víðar en hafi horfið. Í grein Menju von Schmalensee Vágestir í vistkerfum – Framandi og ágengar tegundir á Íslandi leggur hún til að dúnmelur verði bannaður hér á landi.

Að sögn Hafsteins er dúnmelurinn nokkuð harður af sér og mun lifa af íslenskan vetur, fagurkerum eflaust til mikils léttis:

„Já já, hann mun gera það. Hann er sko norrænn, hann vex um austurströnd Norður – Ameríku og norður fyrir og alveg til Grænlands. Hann er í raun ameríska útgáfan af melgresi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður