fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Kristinn reiður: Fékk tvo valkosti hjá Sigríði – „Ætli ég verði ekki að fara á atvinnuleysisbætur“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 8. október 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Sigurjónsson, fyrrverandi lektor við tækni-og verkfræðideild HR, segir í viðtali við Eirík Jónsson að eftir að DV greindi frá ummælum hans um að hann vildi helst ekki vinna með konum að honum hafi boðist tveir kostir, að vera rekinn eða segja upp sjálfur. Ljóst er á samtali Kristins við Eirík að hann er afar ósáttur.

Kristinn segir við Eirík að strax degi eftir frétt DV um málið á miðvikudaginn í síðustu viku hafi mannauðsstjóra HR, Sigríði Elínu Guðlaugsdóttur, skellt tveimur pappírum á borðið, annars vegar uppsagnarbréfi frá skólanum og hins vegar uppsagnarbréfi frá honum sjálfum sem hann hafi einungis þurfta að skrifa undir. Kristinn segir:

„Ég gerði hvorugt og er að hugsa minn gang. Ef ég segi upp sjálfur fæ ég einn aukamánuð greiddan ofan á þriggja mánaða laun þannig að það skiptir ekki öllu. Ég er 64 ára og geng ekki svo auðveldlega í annað starf. Ætli ég verði ekki að fara á atvinnuleysisbætur.“

Hann segir að ummæli sín hafi farið fyrir brjóstið á samstarfskonum hans. „Þetta fór allt mjög fyrir brjóstið á konunum í HR og þá ekki síst mannauðsstjóranum. En ekki finnst mér það sæma háskóla að virða ekki skoðana – og tjáningafrelsi starfsmanna á lokuðum spjallþræði á netinu,“ segir Kristinn við Eirík.

Ummælin sem Kristinn lét falla voru eftirfarandi: „Ég er svo hjartanlega sammála, það á að aðgreina vinnustaði karla og kvenna. Vandinn er bara að konur reyna alltaf að troða sér þar sem karlmenn vinna, og um leið og þær eru komnar inn, þá byrja þær að eyðileggja hann, því allir kalmennirnir eiga þá að fara að tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti og ef sagður en neðanbeltisbrandari, svo ég nefni ekki klámbrandari, þá er það kynferðisofbeldi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Í gær

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri