fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Danmörk – Vaxandi hryðjuverkaógn frá hægriöfgamönnum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. janúar 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri skýrslu frá leyniþjónustu dönsku lögreglunnar, PET, kemur fram að hægriöfgamenn geti gripið til þess að ráðast á ákveðna trúarhópa, flóttamannamiðstöðvar, flóttamenn og innflytjendur. Ógnin, sem stafar af hægriöfgamönnum, hefur farið vaxandi og á ysta hægrivængnum eru aðilar sem eru reiðubúnir til að grípa til vopna til stuðnings málstað sínum.

Í skýrslunni kemur fram að þessi aukna hætta af hægriöfgamönnum sé ekki síst tilkomin vegna heitrar umræðu um flóttamannamál og útlendinga. Þetta eru hægriöfgamenn sem hafa svipaðar skoðanir og norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik.

PET telur að hjá fólki sem styður málstað hægriöfgamanna sé nú meira aðgengi að vopnum en áður og meiri vilji til að beita ofbeldi. Í skýrslunni kemur fram að frá 2015 hafi verið töluvert um hótanir, ofbeldi og árásir á flóttamenn, flóttamannamiðstöðvar, trúarhópa og pólitíska andstæðinga og hafi hægriöfgamenn verið að verki.

Sem dæmi er nefnt að maður hafi ekið sendiferðabifreið á hóp múslima við mosku í Lundúnum í júní á síðast ári og hafi hann samtímis hrópað: „Ég vil drepa alla múslima.“

Í Svíþjóð hefur oft verið reynt að kveikja í og kveikt í flóttamannamiðstöðvum og moskum og er einnig tæpt á því í skýrslunni.

Í Danmörku er það mat PET að hættan frá hægriöfgamönnum sé „takmörkuð“ en samt sem áður séu einstaklingar sem eru reiðubúnir til að úthella blóði fyrir pólitískan málstað sinn. Það sama á við um vinstri vænginn að mati PET. PET telur þó að hættan af vinstriöfgamönnum fari ekki vaxandi.

Þegar á heildina er litið telur PET að hryðjuverkaógnin sem steðjar að Danmörku sé „alvarleg“ en mesta hættan er talin stafa af öfgasinnuðum múslimum. Eins og staðan er í dag telur PET að í landinu séu einstaklingar sem hafa í „hyggju og hafa getu til“ að fremja hryðjuverk. Í samfélögum öfgasinnaðra múslima eru einstaklingar sem styðja hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið eða álíka hryðjuverkastamtök. Þessir einstaklingar geta að mati PET látið til skara skríða „með einföldum hætti og skömmum undirbúningstíma“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi