fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Bjarni Ben baunar á Viðreisn: „Ekki frjálslynd stefna að tala stöðugt fyrir upptöku nýs gjaldmiðils eða inngöngu í Evrópusambandið“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 5. október 2018 18:30

Bjarni Benediktsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er til viðtals í nýjasta hefti Þjóðmála. Þar fer hann um víðan völl og segist ekki vera á þeim buxunum að hætta í stjórnmálum. Hann telur Sjálfstæðisflokkinn einnig geta náð fyrri styrk, en flokkurinn hlaut sína næstverstu kosningu í fyrra.

Bjarni er síðan spurður út í þau skilaboð sem flokkurinn sendir, er varðar jafnrétti og frjálslyndi:

Nú hefur smáflokkurinn Viðreisn reynt að nota þessi hugtök óspart, en hefur sá flokkur kannski eitthvað til síns máls, t.d. hvað varðar frjálslyndi, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fær ekki í gegn mál eins og frjálsa sölu áfengis, svo tekið sé dæmi, og virðist alltaf gefa afslátt af slíkum málum þegar semja þarf um þinglok?“

Bjarni svarar:

„Fyrst þú nefnir áfengisfrumvarpið verð ég að segja að ég fann ekki mikla löngun frá Viðreisn til að klára það mál þegar við vorum með henni í ríkisstjórn. Það verður líka að segjast eins og er að það var ekki einhugur um það mál í okkar röðum. Í víðara samhengi sýnist mér að forysta Viðreisnar og þingmenn hennar séu aðallega í því að tala um frjálslyndi en það fari minna fyrir tillögum og verkum. Svo er það spurning í hverju fólk telur frjálslyndi felast. Mér þykir það til dæmis ekki frjálslynd stefna að tala stöðugt fyrir upptöku nýs gjaldmiðils eða inngöngu í Evrópusambandið og þar með flóknara regluverki og frekara framsali fullveldis. Það hefur einfaldlega ekkert með frjálslyndi að gera. Það er líka ákveðin firra þegar rætt er um landbúnaðinn að umræðan þar snúist um að galopna fyrir niðurgreiddar landbúnaðarvörur frá öðrum löndum – að það sé gott því það sé svo mikið frjálslyndi. Það er mikil einföldun. Ég hef lagt áherslu á alvöru aðgerðir til að auka viðskiptafrelsi, eins og að fella niður tolla og vörugjöld og lækka skatta.“

Hvað jafnréttið varðar segir Bjarni að hann hafi sem ungur þingmaður vanmetið þörfina fyrir að ræða hluti frá ólíkum sjónarhornum:

„Ég hef alltaf verið árangursdrifinn og viljað mæla árangur í aðgerðum. En á þessum vettvangi skiptir öllu hvers konar samskipti þú stundar. Svo dæmi sé tekið gerði ég mér lengi vel ekki grein fyrir því hversu miklu skipti hvernig ég orðaði hlutina í jafnréttisumræðunni. Bara það að segja hreint út að ég myndi horfa til jafnrar stöðu kynjanna við myndun ríkisstjórnar, eins og ég gerði í aðdraganda kosninga 2013, hafði meiri áhrif en ég hafði gert mér grein fyrir. Ég hef beitt mér fyrir þessu viðhorfi í flokksstarfinu og vil að það endurspeglist í verkum okkar. Þannig hef ég lagt áherslu á það í innra starfi flokksins. Ég hef sömuleiðis gert það þegar við skiptum ábyrgð í þingflokknum og í ríkisstjórn. Mér finnst að þetta sé meira komið í genin á okkur en áður var. Mögulega þurfum við að viðurkenna að við vorum full sein til að skipa jafnréttismálum nógu framarlega í röð áherslumála, en við höfum lengi verið jafnréttissinnaður flokkur í reynd, sem sést ágætlega á góðum málum eins og fæðingarorlofi karla sem við tryggðum á sínum tíma. Svo verð ég að segja að það gleður mig mikið að sjá hvað það er mikill kraftur í konum í flokknum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?