fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Braggablús Reykjavíkurborgar – Vilja ekki óháða rannsókn á málinu – Er verið að svæfa málið?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. október 2018 06:29

Deilt er um endanlegt leiguverð á Bragganum umdeilda. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi var tillögu Vigdísar Hauksdóttur, Miðflokknum, um óháða rannsókn á útgjöldum við braggann dýra í Nauthólsvík hafnað án atkvæðagreiðslu. Meirihlutinn lagði þess í stað til að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar skoðaði málið og var sú tillaga samþykkt með 12 atkvæðum gegn 10.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Eins og kunnugt er stendur braggi einn í Nauthólsvík sem borgin ákvað að láta gera upp. Áætlað var að kostnaðurinn við það yrði um 157 milljónir en hann er nú þegar kominn vel yfir 400 milljónir og verkinu er ekki enn lokið miðað við myndir sem Vigdís Hauksdóttir tók nýlega og Eyjan birti.

Vigdís lagði til á borgarstjórnarfundinum að óháðir aðilar myndu rannsaka hverjir hefðu haft umsjón með verkinu, hverjir hafi skrifað upp á reikninga og hverjir hafi veitt heimild fyrir að farið væri svo langt fram úr kostnaðaráætlun. Nú þegar er búið að greiða rúmlega 129 milljónir fyrir smíðavinnu, 21 milljón fyrir frágang lóðar, 36 milljónir fyrir múrvek, 28 milljónir fyrir vinnu arkitekta og 30 milljónir vegna niðurrifs.

Morgunblaðið hefur eftir Vigdísi að með því að senda málið til innri endurskoðunar sé verið að ýta því undir pilsfaldinn. Hún bendir á að innri endurskoðandi sitji fundi borgarstjórnar og hefði því getað hafið rannsókn þegar viðvörunarbjöllur voru farnar að glymja.

„Hann er armslengd frá borgarráði og borgarstjóra. Þetta er bara þessi þöggun og það er verið að grafa niður mál.“

Hefur Morgunblaðið eftir Vigdísi sem segir málið alvarlegt enda stefni í að heildarkostnaðurinn við braggann verði allt að hálfur milljarður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum