fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Orðabanki Birtu: Daður

Mig langar að kynnast þér betur, en ég vil ekki segja það beint með orðum

Margrét Gústavsdóttir
Laugardaginn 13. janúar 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daður getur flækst fyrir mörgum, þá ýmist hvernig á að fara að því eða hvernig á að skilja það.

Daður er samt ekki svo flókið og margir vilja meina að það sé góðum samskiptum frekar nauðsynlegt. Daður þarf þannig ekki alltaf að vera af kynferðislegum toga, heldur einungis merki um að þeim sem daðrar, líki vel við viðmælanda sinn. Í þessu samhengi er til dæmis talað um daður milli stjórnmálamanna eða annarra sem mögulega langar að leiða saman hesta sína.

Daður þykir einfaldlega gefa til kynna áhuga á nánari kynnum, hvernig sem þau kynni ættu svo að verða. Þetta fyrirbæri getur þó stundum verið örlítið varhugavert, þá sér í lagi þegar daðrarinn ætlar sér ekkert lengra með áhugann heldur daðrar bara af gömlum vana. Þetta gæti til dæmis komið sér illa á vinnustöðum eða þar sem fólk hittist reglulega. Þá situr daðrarinn uppi með aðdáanda sem veður um í villu og svíma. Daður er jú að mestu fólgið í því ósagða og fólk er misgott í að skilja þess háttar samskipti. Döðrum því heiðarlega.

Íslensk samheitaorðabók

daðra

dilla, dingla;
d. við biðla til, dalla, dandóa, digga við, *dika við, draga sig eftir, dufla, fipla, fitla, gefa hýrt auga, gefa undir fótinn, gera sér títt við, gera sig til, glingra við, gæla við, kela við, kjassa, leita hófanna hjá, manga til við, stíga í vænginn við, tildra sér til, viðra sig upp við.

Sögnin að daðra s. (17. öld) er fengin frá því þegar hundar dilla eða dingla rófunni. Að daðra þýðir þannig að sýna ástleitni, dufla eða gefa undir fótinn. Daður dill, dingl; dufl, léttúðarkennd ástleitni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun