fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

SVARTHÖFÐI: Útlenskt hippetíhopp spillir ungdómnum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 29. september 2018 16:00

Lil Pump og Geirmundur. Erlend lágmenning og íslensk hámenning.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði er agndofa yfir því hvernig ungdómurinn klæðist þessa dagana. Á leið númer 4 í Strætisvögnum Reykjavíkur sá hann bólugrafna og skrækróma unglinga klædda eins og kvikmyndastjörnur á rauða dreglinum.

Þau eru klædd í frönsk og ítölsk merki á borð við Lúí Vítton og Gútsí, rétt eins og Gréta Garbó og Audrey Heppbörn. Hvað er eiginlega um að vera hér á Íslandi? Erum við ekki að fara að fagna tíu ára afmæli bankahrunsins þegar auðjöfrar slöfruðu í sig gulli og skelltu reikningum á íslenska alþýðu?

Svarthöfði gerir sér grein fyrir að þessir unglingar vita ekki betur. Þeir voru rétt að læra að lita með vaxlitum þegar Svarthöfði stóð bísperrtur fyrir utan þinghúsið og kastaði eggi í dómkirkjuprestinn. En hvar eru foreldrarnir? HVAR ERU FORELDRARNIR?

Reiðin kraumaði á Svarthöfða í strætóferðinni en þegar hann komst loks heim til sín fór hann rakleiðis í tölvu til að gúgla hvað þessi klæðnaður kostaði. Gútsíleðurbelti með tígrisdýra- og sebrahestasylgju; 371 breskt pund hjá vefversluninni Neta porter. Beint inn á síðuna hjá Arion til að snara þessu yfir á íslenskar krónur – 53 þúsund kall. Hettupeysa frá Givensí hjá Harrods; 795 evrur, 102 þúsund krónur!!

Svarthöfði getur ekki annað en gapað yfir þessu. Sjálfur klæðist hann eingöngu fötum úr Costco, verslun alþýðunnar. Þar er hægt að fá naríur, sokka, skó, peysur og allan pakkann fyrir aðeins brotabrot af því sem eitt Gútsíbelti kostar. Í leiðinni er hægt að kaupa sér dýrindis nautakjötsbjúga í brauði sem veitir manni fyllingu fyrir heilan dag.

Þegar Svarthöfði fór að spyrjast fyrir um hvers vegna börnin klæddust svo dýrum fötum fékk hann þau svör að þetta væri allt saman tónlistinni að kenna. Þessu hippetíhoppi sem þau hlusta á. Ljóðin þar áttu víst öll að hampa efnishyggjunni og hégómanum.

Til að sannreyna það fór Svarthöfði aftur í tölvuna sína og inn á Jútúb. Fyrsta sem hann sá var myndband eftir einhvern Aron og Bjarna Hnetusmjör. Þeir gátu ekki verið ábyrgir fyrir þessu því myndbandið var tekið upp í Costco. Augljóslega vel upp aldir drengir og hugsandi þó að einn þeirra hafi verið með skemmdar tennur.

Þá fann Svarthöfði loksins sökudólgana. Þetta voru bölvaðir útlendingarnir! Gútsi Gang og Gútsí Mane. Málhaltir, fávísir, slefandi dópistar en vel klæddir og í öllum fínustu merkjunum.

Þetta er enn ein sönnunin fyrir því að við eigum ekki að menga íslenska þjóðmenningu með erlendum áhrifum. Og enga mosku í Reykjavík!

Svarthöfði biðlar til foreldra að stöðva þetta strax og banna börnum sínum að hlusta á erlent hippetíhopp. Snúa þeim frekar að íslenska Costco-rappinu eða þá að þjóðlegri tónlist eins og til dæmis lögum Geirmundar Valtýssonar. Geirmundur kaupir öll sín föt í Skagfirðingabúð og lítur út eins og nýsleginn túkall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mörg þúsund flugvélar hafa orðið fyrir alvarlegri truflun – Böndin beinast að Rússlandi

Mörg þúsund flugvélar hafa orðið fyrir alvarlegri truflun – Böndin beinast að Rússlandi
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda