fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Dýrt leiðsögunám – Tæp milljón fyrir tvær kennslustundir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. september 2018 06:25

Ferðamenn á Þingvöllum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamálaskóli Íslands hafði nýlega sigur í dómsmáli sem hann höfðaði á hendur einstaklingi sem hafði sótt tvær kennslustundir í skólanum. Viðkomandi taldi sig hafa fengið loforð um að mega sækja tíma til að prufa og hætti eftir tvær kennslustundir. Þessar tvær kennslustundir reyndust dýrkeyptar því neminn fyrrverandi þarf að greiða Ferðamálaskólanum 440.000 krónur fyrir þá, það eru full skólagjöld, að frádregnu 50.000 króna skrásetningargjaldi. Ofan á þetta bætist 372.000 króna málskostnaður.

Neminn fyrrverandi þarf því að greiða rúmlega 800.000 krónur fyrir að hafa sótt tvær kennslustundir í skólanum. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Friðjóni Sæmundssyni, skólastjóra Ferðamálaskólans, að ekki sé hægt að prufa námið og fólk geri sér grein fyrir hvað felst í að sækja um skólavist.

„Í þessu máli er þetta svolítið eins og ef þú ferð á veitingastað, borðar forrétt, hluta af aðalréttinum og segist svo ekki ætla að borga.“

Er haft eftir Friðjóni.

Þetta er þriðja málið þessarar tegundar sem endar fyrir dómstólum en skólinn hefur haft betur í þeim öllum. Í dómsniðurstöðu segir að það að þrjú svona mál hafi komið til kasta dómstóla ættu að vera skólanum hvatning til að íhuga hvort ekki megi bæta form umsókna.

Neminn fyrrverandi taldi að munnlegur samningur hefði verið gerður um að hann fengi að sitja prufutíma og ekkert í umsóknarskjali um skólavist hafi borið með sér að hann hefði skuldbundið sig til að greiða skólagjöldin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?
Fréttir
Í gær

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“
Fréttir
Í gær

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu
Fréttir
Í gær

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Davíð lýsir skelfilegri stöðu ungs manns eftir einelti á íslenskum vinnustað – „Fótur hans fór í mél“

Davíð lýsir skelfilegri stöðu ungs manns eftir einelti á íslenskum vinnustað – „Fótur hans fór í mél“