fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Verkefni með Umhverfisstofnun til að draga úr plastnotkun

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 21. september 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Umhverfisstofnun gerðu nýlega með sér samning um verkefni sem ætlað er að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum plastnotkunar.

Annars vegar er um að ræða verkefnið „Hreint vatn í krana“ sem snýst um kynningu til ferðamanna sem koma til Íslands um óþarfa þess að kaupa vatn í einnota umbúðum hér á landi. Vatn á Íslandi sé nánast alls staðar hreint og öruggt til neyslu og af notkun og flutningi plastflaskna hljótist óþarfa loftslagsáhrif og önnur neikvæð umhverfisáhrif. Hannað verður kynningarefni í takt við átakið „Turn the tap on“ og gert ráð fyrir að verkefnið verði unnið í samstarfi við atvinnulífið, frjáls félagasamtök, sveitarfélög, veitustofnanir og fleiri.

Hins vegar er um að ræða verkefni sem snýr að kynningu og fræðslu um ofnotkun á einnota plasti. Útbúið verður kynningar- og fræðsluefni fyrir vef- og samfélagsmiðla með skilaboðunum „Notaðu fjölnota“.

Verkefnin tvö tengjast úrgangsforvarnarstefnu umhverfis- og auðlindaráðherra, Saman gegn sóun, sem gildir til ársins 2027 og hefur það meginmarkmið að draga úr myndun úrgangs. Áhersla er lögð á nægjusemi – að nýta betur og minnka sóun – og á fræðslu til að koma í veg fyrir myndun úrgangs.

Verkefnin tengjast einnig heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna um ábyrga neyslu og framleiðslu. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið greiðir Umhverfisstofnun 3,5 milljónir króna vegna framangreindra verkefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Í gær

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?