fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Hafa fundið nýja ofur-jörð – Heit og blaut

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. september 2018 18:30

Pi Mensae c á braut um Pi Mensae. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýi geimsjónauki bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA hefur nú fundið fyrstu plánetuna. Hún er að mestu leyti úr vatni og er á braut um stjörnu í 59,5 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Geimsjónaukanum, sem nefnist TESS, var skotið á loft í apríl. Honum er ætlað að rannsaka mörg hundruð þúsund af skærustu stjörnunum í næsta nágrenni við sólkerfið okkar og leita að plánetum á braut um þær.

Fyrsta plánetan, sem TESS fann, er á braut um gulu dvergstjörnuna Pi Mensae, sem er líka nefnd hinu þjálfa nafni HD 39091, og er hún um tvisvar sinnum stærri en jörðin. Plánetan nefnist Pi Mensae c er svokölluð ofur-jörð en massi hennar er næstum fimm sinnum meiri en massi jarðarinnar. Ofur-jörð er notað yfir þungar og stórar plánetur úr grjóti.

Pi Mensae c er á braut mjög nærri stjörnu sinni og er aðeins 6,3 daga að fara einn hring um hana. Hún er 50 sinnum nær stjörnu sinni en braut Merkúr frá sólinni.

Á vef Space.com er haft eftir Chelsea Huang, sem hefur unnið að yfirferð gagna frá TESS, að plánetan sé að gufa upp. Hún samanstendur að mestu af vatni en þó er þar líklegast grjótkjarni og andrúmsloft úr vetni og helíum. Vísindamenn telja að hún sé að gufa upp vegna geislunarinnar sem hún verður fyrir frá stjörnunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað