fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Erla Kolbrún reyndi tvisvar að taka eigið líf eftir læknamistök – „Ég þráði ekkert heitar en að fá bara að sofna“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 20. september 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erla Kolbrún Óskarsdóttir og eiginmaður hennar eignuðust sitt annað barn árið 2010, þegar Erla var í námi í lyfjatækni. Eftir fæðinguna fór hins vegar að bera á miklu endaþarmsigi, eftirkvilla sem er algengur hjá konum eftir barnsburð. Erla Kolbrún gat farið á Landspítalann í aðgerð, en biðlistinn var langur eða tvö ár. Henni var þá bent á lækni á Akranesi þar sem hún komst fljótt að. Þetta var árið 2012.

Eftir aðgerðina varð Erla strax alvarlega veik og missti oft meðvitund af kvölum. Skömmu síðar komu í ljós óafturkræfar taugaskemmdir sem valda stöðugum og óbærilegum kvölum. Erla fékk bætur enda orðin óvinnufær, en í opinberum skýrslum var málið skilgreint sem „vanræksla“ af hálfu læknisins en Erla segir að um sé að ræða læknamistök. Undanfarin sex ár hefur Erla verið undirlögð kvölum og illa getað sinnt dætrum sínum og alls engri vinnu.

Erla Kolbrún bugaðist undan ástandinu og reyndi tvisvar sjálfsvíg, „ég þráði ekkert heitar en að fá bara að sofna,“ sagði hún í viðtali við Lindu Blöndal í þættinum 21 á Hringbraut.

Með henni í viðtalinu var Fríða Rut Heimisdóttir sem stýrir söfnun svo Erla komist til Bandaríkjanna í aðgerð sem gæti orðið til þess að Erla endurheimti heilsu sína.

Safna þarf um 2 milljónum króna og á Facebook-síðu söfnunarinnar má fá allar upplýsingar.

DV hefur áður fjallað um Erlu Kolbrúnu og og veikindi hennar og söfnunina, meðal annars hér.

Horfa má á þáttinn í heild sinni hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því