fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Allt á suðupunkti innan Orkuveitunnar: Þórður var sakaður um kynferðisbrot – Forstjóri stígur til hliðar – „Er þetta ekki komið gott?“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 17. september 2018 22:16

Þórður Ásmundsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Ásmundsson tók ekki við stöðu framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar vegna þess að hann var sakaður um kynferðisbrot. Hann átti að taka við stöðunni af Bjarna Má Júlíussyni sem var sagt upp störfum vegna óviðeigandi hegðunar í garð undirmanna. RÚV greindi frá þessu í kvöldfréttum. Berglind Rán Ólafsdóttir hefur tekið við stöðunni og er hún þriðji framkvæmdastjórinn á fjórum dögum.

Málið má rekja til uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, undirmanns Bjarna Más. Hún steig fram í morgun og sagði að forstjóri OR hefði vitað af málinu en ekkert gert. Málið rataði svo í fjölmiðla eftir að Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar, greindi frá því á samfélagsmiðlum, var þá Bjarni Már látinn fara.

Sjá einnig: Áslaug er konan sem var rekin – „Ég ætlaði aldrei að verða ,,þessi kona”

Orka Náttúrunnar er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, óskaði svo eftir því í dag að stíga tímabundið til hliðar.

Einar segir á Twitter í kvöld:

„Þrír framkvæmdastjórar á fjórum sólarhringum. Forstjórinn flýr út um bakhurðina. En enginn hefur sagt konunni minni fyrir hvað hún var rekin. Er þetta ekki komið gott?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Í gær

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Í gær

Segja sveitarfélagið hafa urðað sorp á jörðinni í leyfisleysi í áratugi – Sturtuðu bílhræjum og spilliefnum ofan í gil og mokuðu yfir

Segja sveitarfélagið hafa urðað sorp á jörðinni í leyfisleysi í áratugi – Sturtuðu bílhræjum og spilliefnum ofan í gil og mokuðu yfir
Fréttir
Í gær

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn

Var að hita upp afganga þegar hann fékk símtal um stóra vinninginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grískum fíkniefnasala vísað úr landi – Búinn að lifa á bótum síðan 2021

Grískum fíkniefnasala vísað úr landi – Búinn að lifa á bótum síðan 2021