fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Arna Ýr fer heim: „Ég ætla að standa uppi fyrir sjálfri mér, öllum konum og íslensku þjóðinni“

Forsvarsmenn Miss Grand International sögðu hana of feita

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 23. október 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég ætla að standa uppi fyrir sjálfri mér, öllum konum og íslensku þjóðinni. Ég ætla ekki að láta segja mér að ég hafi of mikla fitu utaná mér til þess að vera flott uppi á sviði. Ég er hætt.“ Þetta skrifar fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir sem er stödd í Las Vegas þar sem hún ætlaði að keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Grand International.

Fyrir tveimur dögum gagnrýndi Arna Ýr forsvarsmenn keppninnar fyrir að segja hana of feita. Hún sagði frá því hvernig henni var bannað að fá sér hádegismat og var stöðvuð þegar hún ætlaði að fá sér hnetur og sagt að þær væru ekki fyrir hana.

Í gær lýsti Arna því yfir að um misskilning hafi verið að ræða og skipuleggjendur keppninnar væru miður sín, misskilningurinn hefði orsakast vegna tungumálaörðugleika hjá starfsfólki keppninnar. En nú er komið á daginn að enginn misskilningur átti sér stað.

„Þetta var ekki misskilningur heldur var mér sagt að segja það og ég sé hrikalega eftir því,“ skrifar Arna á facebook. Að lokum þakkar Arna fyrir stuðninginn og segist fara heim sem sigurvegari og stoltasti Íslendingur í heimi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“