fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Byrjuðu að flétta hár 13 ára og þéna núna milljónir

Hafa gefið út bækur í 15 löndum eingungis 17 ára gamlar

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 23. október 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laura Kristine Arnesen og Marie Moesgaard Wivel eru 17 ára menntaskólastelpur í Danmörku. Þær urðu þekktar í Danmörku sem „fléttustelpurnar“ þegar þá gáfu út sína fyrstu bók aðeins 14 ára gamlar. Þær hafa þénað stórfé á útgáfu bóka um fléttur. Danska fréttablaðið BT fjallar um þær í dag.

Stelpurnar segja að þetta hafi byrjað fyrir fjórum árum þegar þær voru einungis 13 ára gamlar. Þær höfðu einstaka ánægju af að flétta hvor aðra og bjuggu sífellt til flóknari hárgreiðslur úr fléttum. Það varð úr að þær stofnuðu Instagram síðu þar sem þær sýndu hvernig á að búa til alls kyns fléttur. Instagram síðan varð fljótt svo vinsæl að stelpurnar fengu tilboð um að gefa út bók. Stelpurnar hafa selt rúmlega 200.000 bækur í Danmörku einni en bækurnar þeirra hafa komið út í 15 löndum.

Í bókinni eru leiðbeiningar um hvernig á að flétta hár
Fléttubók Í bókinni eru leiðbeiningar um hvernig á að flétta hár

Laura Kristina og Marie hafa þénað samtals um 2 milljónir danskra króna sem gera um það bil 33, 5 milljónir íslenskra króna. Nú hafa stelpunar lokað instagram síðunni því þær sáu að með auknu álagi urðu flétturnar þeirra síður vandaðar. Þær einbeita sér nú að menntaskólanum enda segja þær að peningar hafi ekki verið ástæðan fyrir því að þær hófu að flétta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd