fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Gunnar Magnús treysti ekki iðnaðarmanninum: Reyndist eftirlýstur í Póllandi

Hjálmar Friðriksson, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Fimmtudaginn 13. september 2018 15:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal iðnaðarmanna er oft misjafn sauður í mörgu fé en Gunnar Magnús Diego fann það vel á eigin skinni þegar hann óskaði eftir aðstoð við að setja upp eldhúsinnréttingu innan Facebook-hópsins „Vinna með litlum fyrirvara“. Einn reyndist eftirlýstur í Póllandi meðan aðrir voru einfaldlega fúskarar.

Í samtali við DV segist Gunnar Magnús hafa látið lögreglu vita af eftirlýsta iðnaðarmanninum en lögregla hafði lítinn áhuga á málinu. Eiríkur Jónsson greindi fyrst frá raunum Gunnars.

„Það mættu tveir Lettar sem þóttust skilja það sem ég sagði við þá og þeir hófust handa. Á sex klukkustundum voru þeir búnir að festa sleðann upp á vegg þar sem efri skáparnir koma en sleðarnir voru festir í burðarvegg með vikuskrúfum og ekki var notast við neina tappa heldur var þeim skrúfað beint inn í vegginn. Það þarf engan sérfræðing til að segja mér að sex vikuskrúfur í sleða sem á að halda uppi 4×100 cm skápum með öllu tilheyrandi, diskum glösum og öðru, virki. Þegar ég spurði mennina hvort þeim væri alvara ypptu þeir öxlum og svöruðu: „Sorry. No english.“,“ segir Gunnar.

Því fékk Gunnar annan mann í verkið og reyndist hann síst skárri. „Einnig fékk ég hann Dariusz Dobrzynski sem ætlaði að setja þetta upp fyrir mig en sá fljótt að hann vissi hvorki upp né niður í þessu en þóttist vita heilmikið. Ég sagði honum að ég vildi ekki að hann færi í verkið þar sem ég treysti honum ekki. Þegar ég gúgglaði nafnið hans sá ég að hann er eftirlýstur af yfirvöldum í Póllandi,” segir Gunnar Magnús. Á vef lögreglunnar í Póllandi má sjá að lýst var eftir Dariusz í fyrra, að því er virðist vegna skjalafals.

Eðlilega brá Gunnari nokkuð við þetta og tók því til þess ráðs að segja honum að hann hafi fengið frænda sinn í verkið. „Varðandi Pólverjan þá laug ég bara að honum frændi minn hafði komið og reddað þessu þannig að hann sagði bara ok. Með Klakkur verktaka þá sagði hann Viðar sem fer fyrir þessu fyrirtæki að þetta gengi ekki, ætlaði að koma og ganga sjálfur í málið daginn eftir. Hann hringdi síðan í mig og sagði að hann myndi senda mér tvo menn í fyrramálið sem gætu tjáð sig á ensku. Ég var fljótur að afþakka og sagði að svona vinnubrögð vildi ég ekki. Hafði síðan samband við hann Svan Sigurjónsson, húsgagnasmið sem reddaði þessu á einum og hálfum degi eins og ég vildi hafa það. Algjör meistari þar á ferð sem kann til verka,” segir Gunnar.

Líkt og fyrr segir þá hafði Gunnar samband við lögregluna. „Já, ég talaði við þá en þeir sögðust ekki hafa neina ástæðu að kanna hann nánar þar sem þeir sögðu að þetta væri ekki alþjóðleg handtökuskipun, að hann er ekki eftirlýstur hjá Interpol. Samt hélt ég að þetta væri í gildi hér þar sem bæði löndin eru innan Schengen,“ segir Gunnar Magnús.

DV ræddi við Mariusz Ciarka, upplýsingarfulltrúi hjá pólsku lögreglunni, sem staðfestir að Dariusz Dobrzynski sé eftirlýstur vegna skjalafals og það hafi verið gefin út evrópsk handtökuskipun á hendur honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum