fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Vill leyfa gæludýr í félagslegu húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar: „Gæludýr hafa mjög jákvæð áhrif á andlega heilsu fólks“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. september 2018 14:17

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði fram tillögu um að leyfa dýrahald í félagslegu húsnæði í eigu borgarinnar, á fundi borgarráðs í morgun. Var málinu vísað til stjórnar Félagsbústaða, sem mun ákveða um framhaldið.

Í tillögu Kolbrúnar er lagt er til að borgarráð samþykki að leyfa hunda- og kattahald í félagslegu húsnæði í eigu borgarinnar. Leyfið er háð þeim skilyrðum að ef um sameiginlegan inngang eða stigagang er að ræða er hunda- og kattahald háð samþykki 2/3 hluta eigenda. Ef um sérinngang er að ræða er gæludýrahaldið leyfilegt. Þetta er í samræmi við Samþykkt um hundahald í Reykjavík dags. 16. maí 2012.

Jákvæð áhrif gæludýra

„Það hafa svo margir sem flutt hafa í félagslegar íbúðir þurft að láta frá sér gæludýrin sín, sem er mikil synd, þar sem gæludýr hafa mjög jákvæð áhrif á andlega heilsu fólks. Ég gæti til dæmis ekki þegið félagslega íbúð sjálf ef ég þyrfti að láta frá mér hundinn. Þá er líka verið að taka þetta upp í nágrannasveitarfélögunum, “

sagði Kolbrún við Eyjuna.

Í greinargerð um málið segir að gæludýr geti aukið tilfinningalega og líkamlega vellíðan fólks og minnki streituviðbrögð:

„Ekkert getur komið í stað tengsla við aðra manneskju en gæludýr getur uppfyllt þörf fyrir vináttu og snertingu. Gæludýr, þar með talið hundar og kettir eru hluti af lífi fjölmargra og skipa stóran tilfinninga- og félagslegan sess í hjörtum eigenda þeirra. Öll þekkjum við ýmist persónulega eða hjá vinum og vandamönnum hvernig gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt, ekki síst hjá þeim sem eru einir og einmanna. Átakanleg eru þau fjölmörgu tilvik þar sem fólk hefur orðið að láta frá sér hundana sína vegna þess að þeir eru ekki leyfðir í félagslegum íbúðum á vegum borgarinnar. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á góð áhrif af umgengni manna við dýr. Rannsóknir sýna að umgengni við dýr eykur tilfinningalega og líkamlega vellíðan og eykur m.a. sjálfstraust, einbeitingu, athygli og minnkar streituviðbrögð. Dýr veita einstaklingnum vinskap, líkamlega snertingu og sýnir áhuga og væntumþykju án nokkurra skilyrða. Ást til gæludýrsins síns getur verið djúpstæð. Hundar og kettir sem dæmi eru oft hluti af fjölskyldunni. Sú sorg sem nístir þegar gæludýr fellur frá eða aðskilið frá eiganda sínum þekkjum við mörg, ef ekki af eigin reynslu þá annarra. Að banna gæludýr eins og hunda og ketti í félagslegu húsnæði borgarinnar er ómanneskjulegt og ástæðulaust.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að