fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Helgi segir grein Markaðarins „fake news“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. september 2018 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í grein Markaðsins, fylgiblaðs Fréttablaðsins um viðskipti, í gær er greint frá því í slúðurdálkinum Skotsilfur að Helgi Már Björgvinsson, einn lykilstjórnenda Icelandair, væri hættur hjá félaginu. „Helgi Már Björgvinsson, sem hefur verið lykilstjórnandi hjá Icelandair Group til fjölda ára, lét nýlega af störfum hjá ferðaþjónustufyrirtækinu, samkvæmt heimildum Markaðarins,“ segir í dálkinum.

Vandinn er hins vegar sá að Helgi er ekkert hættur og greinir sjálfur frá því á Facebook. Hann vitnar í Mark Twain og segir að fréttir af starfslokum sínum séu stórlega ýktar. „Ég vildi bara tilkynna ykkur, kæru FB vinir, að fréttir af starfslokum mínum hjá Icelandair í Markaðnum í dag eru stórlega ýktar og flokkast sennilega undir ,,fake news“. Ég sá mig knúinn til að leiðrétta þessar rangfærslur þ.s. ég hef fengið fjölda símtala og skilaboða í dag frá fjölskyldu, vinum, samstarfsfélögum ofl. Ég hef unnið hjá Icelandair mörg undanfarin ár í krefjandi og skemmtilegum störfum með frábæru samstarfsfólki og hlakka til að taka þátt í frekari uppbyggingu fyrirtækisins,“ segir Helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum