fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Hæstiréttur fellir mál gegn Hannesi niður

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 13. október 2016 16:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómsuppsaga í máli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni var lesin upp í Hæstarétti Íslands í morgun. Niðurstaðan var sú að málið var látið niður falla en áður hafði Hannes verið sýknaður af ákæru um fjárdrátt í Héraðsdómi í febrúar í fyrra. Megin ástæðu niðurfellingarinnar má rekja til þess að málið tók alltof langan tíma.

Hannes var ákærður fyrir að hafa 25. apríl 2005 fært nær 2,8 milljarða króna af reikningi FL Group og inn á sérstakan reikning KB banka í Lúxemborg án vitundar og samþykkis stjórnar FL Group. Hannes var þá stjórnarformaður FL Group. Sérstakur saksóknari taldi hæfilegt að Hannes fengi tvö til þrjú ár í fangelsi.

Í dómi Hæstaréttar í dag var rakið að þegar málsgögnin bárust Hæstarétti hefðu verið liðin meira en ellefu ár frá ætluðu broti, nærri átta ár frá upphafi rannsóknar og rúmir sautján mánuðir frá því að ríkissaksóknari gaf út áfrýjunarstefnu til að fá hnekkt héraðsdómi um sýknu Hannesar. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin 9.958.905 króna málsvarnarlaun Gísla Guðna Hall hæstaréttarlögmanns. Þá skal ríkissjóður greiða 19.384 evru og 413.655 krónur vegna útlagðs sakarkostnaðar verjandans.

Áhugasamir geta kynnt sér dóminn hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“