fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Biggi lögga: „Nemendur hágrétu eða þurftu að fara afsíðis“

Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 15. október 2016 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Örn Guðjónsson, eða Biggi lögga eins og hann er oftast nefndur í daglegu tali, birti einlægan pistil á Facebooksíðu sinni í gær þar sem hann hefur ofangreind orð um samnemendur sína. Ástæðan var áhrifamikill fyrirlestur sýrlenska flóttamannsins Khattab um menningarsögu Sýrlands og ófriðinn sem þar geisar nú. Birgir segir orðrétt í færslu sinni: „Í dag upplifði ég áhrifamestu kennslustund sem ég hef nokkurntíman setið á minnu skólagöngu. Hún hafði þau áhrif á nemendur að margir hágrétu eða þurftu að fara afsíðis og jafna sig þegar gert var hlé á fyrirlestrinum.“

Sýrland hefur verið áberandi í fréttunum undanfarið vegna stríðsástands og flóttamannastraums þaðan frá, en það sem kemur ekki fram, og þykir kannski ekki fréttnæmt, eru þau griðarlegu menningarsögulegu verðmæti sem vestrænar þjóðir eiga Sýrlendingum að þakka. Birgir heldur áfram í Facebookfærslu sinni þar sem hann greinir frá erindi fyrirlesturs Khattab, sem er menntaður enskukennari: „Þetta land gaf okkur meðal stafrófið sem gerir þér kleift að lesa þessi orð, sem og nóturnar sem gerðu mönnum eins og Betoven, Bítlunum og Bowie kleift að varðveita listina sem þeir skópu. Khattab kemur frá landi sem var fullt af lit, tónlist og gleði. Landi þar sem fólk gat búið í sátt og samlyndi, þrátt fyrir misjafnar skoðanir og trú. Svo kom stríðið.“

Khattab flúði frá Sýrlandi árið 2012 og býr nú á Akureyri ásamt fjölskyldu sinni. Í færslunni rekur Birgir efni fyrirlestursins. „Hann sagði okkur frá því hvernig Assad tók að myrða borgara sína. Fyrst í tuga tali, svo hundraða tali, þúsundatali, tugþúsunda tali og nú hundruð þúsunda tali. Hann sagði okkur frá því hvernig búið er að hertaka allar opinberar byggingar undir fangelsi þar sem almennum borgurum er smalað og þeir teknir af lífi.
Hann sýndi okkur myndband af lítilli stúlku sem var út ötuð í blóði. Á meðan sjúkraflutningamenn hlúðu að henni láku tárin niður kinnar hennar og hún grát bað um að nattbuxurnar yrðu ekki klipptar út af því að þær voru nýjar.“ Víst er að fyrirlesturinn var áhrifaríkur og erindi hans sorglegt. Birgir fer líklega með mál með rentu þegar hann segir: „Við höfum heyrt svo margar stríðsfréttir frá Sýrlandi að við erum orðin ónæm. Þetta verður eitthvað svo fjarlægt. Bara eins og hver önnur Hollywood mynd. Við hættum að tengja fréttirnar við venjulegar fjölsyldur sem eru að upplifa meiri hörmungar en við getum ímyndað okkur. Það er að gerast núna í kvöld, í nótt og á morgun. Kannski er þetta bara of hræðilegt fyrir okkur að meðtaka.“

En hvað getum við gert? Jú, í færslunni kemur einnig fram að Khattab mætir með fjölskyldu sinni og vinum á Ráðhústorgið á Akureyri á hverjum laugardegi þar sem þau mótmæla friðsamlega hinu hörmulega ástandi í Sýrlandi. Khattab og fjölskylda verða þar í dag frá klukkan 16:00 til 16:30. Hvetur Birgir alla til að koma Khattab og fjölskyldu hans á óvart og fjölmenna með þeim á mótmælin í dag og næstu laugardaga. „Látum þau ekki standa ein. Við eigum þessari þjóð svo margt að þakka. Sýnum það í verki. Prufum að setja okkur í þeirra spor,“ eru lokaorðin í pistli Birgis og einnig hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslenska lögreglan brást konu sem kærði heimilisofbeldi – Sífelldar tafir og ruglingsleg málsmeðferð

Íslenska lögreglan brást konu sem kærði heimilisofbeldi – Sífelldar tafir og ruglingsleg málsmeðferð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“
Fréttir
Í gær

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“