fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

Óhugnanleg þróun – „Við ættum að vona það besta en búa okkur undir það versta“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. september 2018 22:00

Sæðisfrumur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við ættum að vona það besta en búa okkur undir það versta. Og það er sá möguleiki að við deyjum út. Það er möguleiki sem við verðum að taka alvarlega. Ég er ekki að segja að það muni gerast eða að það sé líklegt. En við ættum að búa okkur undir þann möguleika og það höfum við ekki gert.“

Þetta segir Hagai Levine, vísindamaður og einn af forsvarsmönnum stórrar rannsóknar sem varpar ljós á býsna óhugnanlega þróun. Karlmenn á Vesturlöndum framleiða í dag mun færri sæðisfrumur en áður og er munurinn í raun sláandi. Árið 1973 var ekki óalgengt að finna mætti 99 milljónir sáðfrumna í hverjum millilítra sæðis en árið 2011 var þessi fjöldi kominn niður í 47 milljónir frumna. Staðreyndin er sú að ungir karlar framleiða mun minna sæði en feður þeirra og afar gerðu.

Um er að ræða stóra samanburðarrannsókn sem Hebrew University/Mount Sinai framkvæmdi. Bornar voru saman 185 rannsóknir á yfir 40 þúsund körlum og leiddu þær þetta í ljós.

Samantektin tók til rannsókna um allan heim og er staðan langverst á Vesturlöndum. Þannig hefur sæðisframleiðsla karla í ríkjum Suður-Ameríku, Asíu og Afríku ekki minnkað en tekið er fram að mun minna af gögnum komi frá þessum svæðum.

GQ fjallaði ítarlega um niðurstöðurnar á dögunum og ræddi meðal annars við Levine sem er farsóttafræðingur en auk Levine komu Niels Jörgensen, danskur innkirtlasérfræðingur og Shanna H. Swan, æxlunarfræðingur, að rannsókninni.

Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvers vegna karlmenn á Vesturlöndum framleiða færri sæðisfrumur að jafnaði en áður en ýmsar getgátur eru þó uppi. Skordýraeitur, eiturefni í umhverfinu, offitu og stressi er jafnvel kennt um. Allt þetta geti leitt til þess að ójafnvægi kemst á hormónastarfsemi líkamans og afleiðingarnar verði þessar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“
Fréttir
Í gær

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“
Fréttir
Í gær

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann
Fréttir
Í gær

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu

Myndband: Rán um hábjartan dag í Skipholtinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”

Sigmundur Davíð: „Þetta er eitt af því sem er að fara með þetta samfélag”