fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Þurfum þrjár nýjar Blönduvirkjanir fram til 2050

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. september 2018 06:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram til 2050 þarf að byggja nýjar virkjanir til að anna eftirspurn eftir raforku. Þörf er á byggingu virkjana sem svara til þriggja Blönduvirkjana. Þetta kemur fram í nýrri raforkuspá Orkustofnunar en spáin gildir fram til 2050. Í skýrslunni er fjallað um raforkunotkun fram til 2050 og spá um raforkunotkun frá 2015 endurreiknuð á grunni nýrra gagna og forsendna.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að samkvæmt spánni muni afhending á rafmagni frá dreifikerfinu aukast um 80 prósent fram til 2050. Notkunin eykst um 2.800 gígavattsstundir í orku og 464 megavött í afli. Til samanburðar má nefna að Kárahnjúkavirkjun er 670 megavött en Blönduvirkjun er 150 megavött.

Ekki er gert ráð fyrir stórum og orkufrekum aðilum í spánni heldur er miðað við aukna raforkunotkun landsmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði