fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Ragnar Þór um Frjálsa lífeyrissjóðinn: „Voru sjóðfélagar Frjálsa kerfisbundið blekktir?

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 7. september 2018 11:23

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, virðist taka undir gagnrýni Hróbjarts Jónatanssonar, hæstaréttarlögmanns, á Frjálsa lífeyrissjóðinn, ef marka má færslu hans á Facebook í dag.

Hróbjartur sagði við Morgunblaðið í gær að rekstrarkostnaður sjóðsins væri of hár og spurði hvort eðlilegt gæti talist að sjóðurinn, sem heiti eigi langtímafjárfestir, velti helmingi hlutabréfaeignar sinnar á einu ári, ólíkt öðrum sjóðum, til dæmis Almenna lífeyrissjóðnum. Hefur Hróbjartur sem sjóðsfélagi, kallað eftir gögnum frá sjóðnum um málið, en var hafnað á þeirri forsendu að um trúnaðarmál væri að ræða. Hefur Hróbjartur lagt málið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur til að fá úr því skorið, en Frjálsi lífeyrissjóðurinn sakar Hróbjart um dylgjur og að bera villandi upplýsingar fram á borð.

Samanburður

Ragnar Þór segir fólki að dæma fyrir sig sjálft og birtir samanburð á rekstrarkostnaði Frjálsa lífeyrissjóðsins og Almenna lífeyrissjóðsins:

„Frjálsi lífeyrissjóðurinn sakar sjóðfélaga um dylgjur og villandi samanburð.

Frjálsi hefur árum saman auglýst sig sem margverðlaunaðan lífeyrissjóð, þann besta á Íslandi, staðfest af hinum og þessum stofnunum sem veitt hafa sjóðnum verðlaun eða viðurkenningar.

Nú má spyrja sig hvort Frjálsi hafi stundað blekkingar, villandi samanburð eða hvort sjóðfélagar séu með dylgjur?

Skoðum málið.

Rekstarkostnaður milli Frjálsa og Almenna, sem eru svipaðir sjóðir.

  • Kostnaður við rekstur á Frjálsa lífeyrissjóðnum 2015-2017 var: • 3.789.828.000 kr.
    • Kostnaður við rekstur á Almenna lífeyrissjóðnum 2015-2017 var • 2.361.371.000 kr.
    • Mismunur á rekstrarkostnaði á þremur árum er 1.428.457.000
    • Sjóðirnir eru nánast jafn stórir
    • Frjálsi 210,5 milljarðar
    • Almenni 209 milljarðar
    • Ávöxtun betri hjá Almenna lífeyrissjóðnum á síðustu þremur árum
    • Almenni 4,79%
    • Frjálsi 3,96%.

Samanburður á ávöxtun
Frjálsi – Almenni – Söfnunarsjóður – Lífeyrisj. verzl.

Meðalraunávöxtun 3 ára 3,96% 4,79% 3,86% 4,79%
Meðalraunávöxtun 5 ára 4,20% 4,85% 4,89% 5,87% Meðalraunávöxtun 8 ára 4,43% 4,95% 4,76% 5,49% Meðalraunávöxtun 18 ára 2,38% 2,47% 4,02% 3,63%

Rekstrarkostnaður Frjálsa frá 2015 til 2017 er hlutfallslega lang hæstur eða 0,73% af heildareignum á meðan Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda var með 0,46% Almenni með 0,43% og lífeyrissjóður verslunarmanna með 0,39%.

Dæmi nú hver fyrir sig og spurningin er: Voru sjóðfélagar Frjálsa kerfisbundið blekktir?“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður