fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

„Vinkona mín kallar mig mellu“

Benedikt Jóhannessyni svíður ummæli Láru Hönnu Einarsdóttur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. október 2016 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er örugglega of viðkvæmur, en verð samt að viðurkenna að mér finnst leiðinlegt þegar Lára Hanna Einarsdóttir vinkona mín kallar mig mellu og fjölmargir vinir mínir láta í ljós velþóknun á Facebook.“

Þetta skrifar Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, á Facebook. Hann segir að með færslu hennar fylgi alls kyns útlistanir á skilyrðum Pírata og hve ómerkilegt sé að gangast ekki undir þau. Umræðuefnið er fundarboð sem Píratar hafa sent VG, Samfylkingunni, Bjartri framtíð og Viðreisn, til að ræða mögulegt samstarf að loknum kosningum.

Er ánægð með tillögu Pírata.
Lára Hanna Er ánægð með tillögu Pírata.

Lára Hanna skorar á Facebook á Benedikt og Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar, að endurskoða viðhorf sín til fundarboðsins. Hún segist forviða yfir viðbrögðum þeirra sem finnst yfirlýsing Pírata ekki góð, eða ólýðræðisleg. „Að öðrum kosti mun þorri kjósenda – vona ég – líta á ykkur sem mellur íslenskra stjórnmála. Opnir fyrir öllu, líka spillingunni. Sorrí, strákar – þannig er það bara,“ skrifar hún.

Benedikt bendir á að bréfið sem hann hafi fengið fjalli ekki um stjórnarmyndum, „ekkert um skilyrði, ekkert um að kalla flokka saman, ekkert um hverja á ekki að tala við.“ Hann deilir auk þess mynd af bréfinu. „Eigum við ekki öll að hefja umræðuna upp á aðeins hærra plan?“

Hér má sjá bréf Pírata.
Bréfið Hér má sjá bréf Pírata.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“