fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Anna Margrét ósátt: „Í dag lenti ég í því að vinnuveitandi erlends foreldris hringdi í mig og skammaðist“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 18. október 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinnuveitendur trúa oft ekki foreldrum erlendra barna þegar þeir tilkynna veikindi barna eða eitthvað kemur uppá sem verður þess valdandi að barnið þarf að fara heim. Það er niðurstaða Önnu Margrétar Ólafsdóttur leikskólastjóra sem í gær þurfti að senda börn heim vegna manneklu. Í kjölfarið fékk hún símtal:

„Í dag lenti ég í því að vinnuveitandi erlends foreldris hringdi í mig og skammaðist í mér út af þessari aðgerð. Ég þurfti að vanda mig mjög í samræðum við viðkomandi því þetta símtal var þess eðlis.“

Anna tjáði sig fyrst um málið á Facebook og seinna við Nútímann.

„Eftir samtalið rifjaðist það upp fyrir mér að ég hef í gegnum árin fengið símtöl frá vinnuveitendum þegar það er skipulagsdagur, beðið um að sækja fyrr, þegar barn hefur slasast og ég hringt í foreldra. Það sem öll þessi símtöl eiga sameiginlegt er að foreldrarnir hafa verið af erlendum uppruna, aldrei hef ég fengið símtal varðandi íslenska foreldra.“

Anna tekur þetta allt mjög nærri sér. Í samtali við DV kveðst hún hafa fengið mikil viðbrögð og líklega sé um falið vandamál að ræða í samfélaginu. Segist hún hafa heyrt svipaðar sögur frá fólki í öðrum starfsgreinum. Þá segir vinkona Önnu, Bergljót Fatima Guðmundsdóttir í þræðinum:

,,Já þetta er mjög sorglegt. En því miður algengt. Ég verð oft vör við það í mínu starfi að það er ekki alltaf vel séð af vinnuveitendum foreldra barna af erlendum uppruna að fá frí til að mæta á teymisfundi vegna fatlaðra barna þeirra.“

Annna Margrét bætir við:

„Mér finnst þetta mjög sorglegt og er miður mín yfir framkomu og virðingaleysi sumra vinnuveitenda gagnvart starfsfólki sínu af erlendum uppruna. Þetta er þessum fyrirtækjum öllum til háborinnar skammar.“

Þá segir Anna Margrét einnig á Facebook:

„Fólk hefur viljað fá staðfestingu frá mér að það sé í raun lokað í leikskólanum, að barnið hafi í raun slasað sig o.s.frv. Mín upplifun er sú að fólkinu sé ekki trúað þegar það segir af hverju það kemst ekki í vinnu, þarf að hætta fyrr eða skreppa. Fordómar og ekkert annað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“