fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Ræðum Sigmundar og Sigurðar vel fagnað í Háskólabíói

Sigurður Ingi skaut fast á Sigmund -Sigmundur sýndi auðmýkt

Kristín Clausen
Laugardaginn 1. október 2016 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fór um víðan völl í klukkustundar langri ræðu sinni í morgun og uppskar mikið lof viðstaddra í lokin.

Í framhaldinu hélt Sigurður Ingi Jóhansson, forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, 15 mínútna ræðu og hlaut engu minna lófaklapp en formaðurinn þegar henni lauk.

Klukkan 11 í fyrramálið verður svo kosið um formannsembætti Framsóknarflokksins á flokksfundinum sem fram fer í Háskólabíói um helgina. Valið stendur á milli Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga og ríkir mikil spenna um hver verður kosinn í embættið.

Formaðurinn var auðmjúkur

Sigmundur sagði í ræðu sinni að staða Íslands væri á heildina litið mjög góð. Markmiðið væri þó að hvergi verði betra að búa en á Íslandi.

„Á öllum sviðum höfum við skilað árangri sem hefur skilað okkur í fremstu röð,“ sagði Sigmundur sem þakkaði jafnframt flokksmönnum fyrir stuðninginn og vináttuna eftir Wintris málið svokallaða.

Hann sagði að enginn sjái jafn mikið eftir mistökunum og hann sjálfur. Mistök séu þó til þess gerð að læra af þeim.

„Ég er ekki óumdeildur stjórnmálamaður og það verð ég líklega aldrei.“

Sigmundur Davíð beindi orðum sínum ekki sérstaklega að Sigurði Inga Jóhannssyni sem sækist eftir því að verða formaður. Hann kvaðst jafnframt heita því að sameina flokksmenn ef hann yrði áfram formaður.

Forsætisráðherra var tíðrætt um traust

Sigurður Ingi talaði um það í sinni ræðu, sem þótti nokkuð hvöss, hversu erfitt væri að endurheimta traust.

Forsætisráðherra sagði að menn þyrftu að líta í eigin barm og vera færir um að sjá hlutina með augum annarra. Engum á fundinum duldist að með orðum sínum var forsætisráðherra að vísa til núverandi formanns flokksins.

Hann sagði það heldur ekki í anda flokksins að honum sem forsætisráðherra hefðu verið skammtaðar 15 mínútur einhliða af formanni flokksins. Það vakti sömuleiðis athygli að bein útsending af fundinum rofnaði skömmu áður en Sigurður Ingi steig á svið.

Sigurður Ingi lagði áherslu á að svo Framsóknarflokkurinn gæti haft áhrif til framtíðar þyrfti flokkurinn að geta unnið með öðrum flokkum og aðrir flokkar að geta unnið með honum.

„Við verðum að vera í aðstöðu til þess að hafa áhrif á framvindu mála,“ sagði Sigurður og bætti við. „Hver er staðan nú í þeim efnum?“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí