fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Las Vegas Christmas Show – Sérstakir gestir Raggi Bjarna og Gunni Þórðar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 4. september 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólatónleikar Geirs Ólafssonar eru orðnir fastir liðir á aðventunni og í ár verða tónleikarnir þrír, þann 6., 7. og 8. desember næstkomandi.
Sérstakir gestir verða þeir Raggi Bjarna og Gunnar Þórðarsson
Tónleikarnir hafa fengið feikna góða dóma fyrir frábæran flutning, skemmtanagildi og fagmennsku í alla staði. Að sögn Geirs er það að hafa að baki sér sjálfan Don Randy og stórsveit hans eitt og sér stórviðburður í íslensku tónlistarlífi og gefur þessum tónleikum algjöra sérstöðu. Þar að auki hefur hann með sér fjöldan allan af hæfileikafólki þar sem hann gefur ungu kynslóðinni ekki síður pláss en þeirri eldri.
Þetta árið mun Las Vegas Christmas Show ekki gefa fyrri sýningum neitt eftir. Blanda af heimsþekktum reynsluboltum, ungum stórefnilegum söngvurum og öllu þar á milli mun hljóma sem aldrei fyrr í Gamla Bíói. Enn og aftur mun Don Randi mæta með The Quest Big Band og á dagkránni verða jólalög og standardar sem allir þekkja í einstökum flutningi Geirs og hans fríða flokks.
Það er með stolti sem kunngjört er að kynnir og „MC“ verður hinn heimsþekkti leikari, tónlistarmaður og uppistandari Nick Jameson (24, Lost, King of Queens og fleira).

„Það verður því sannkölluð „glamour“ jólastemning að mæta í hátíðarkvöldverð í fagurlega skreyttum sal Gamla Bíó á aðventunni, í góðra vina hópi, neyta guðaveiga, gleyma öllu jólastressi og njóta Las Vegas Cristmas Show,“ segir Geir. „Í fyrra komust færri að en vildu og munið: „What happens in Las Vegas Christmas Show stays in Las Vegas Christmas Show.“

Sérstakur heiðursgestur er Gunnar Þórðarson.
FLYTJENDUR:
Söngvarar ásamt Geir Ólafssyni eru:
Eyvindur Steinmars
Harold Burr
Isold wilberg
Már Gunnarsson
Nick Jameson
Rebekah Sif Stefánsdóttir
Sara Renee Griffin
Stefán Helgi Stefánsson
Vigdís Ásgeirsdóttir
Hljómsveit Don Randi The Quest skipa:
Don Randi – píanó
Tom Brechtline – trommur
Birgir Nielsen – slagverk
H. Cris Roy – bassi
John De Patie – gítar
Þórir Baldursson – Hammond orgel
Brandon Fields – tenor sax
Ron King – trompet
Vilhjálmur Guðjónsson – tenor sax
Hljómsveitarstjóri: Þórir Baldursson
Dinner-píanóleikari: Stefán Henrýsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun