fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Bjóða Pétri og Arnþrúði til Jórdaníu

Vonast til þess að ferðin leiði til upplýstari umræðu á Útvarpi Sögu

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 21. október 2016 15:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðaskrifstofan Kilroy sendi í dag bréf til forsvarsmanna Útvarps Sögu, Péturs Gunnlaugssonar og Arnþrúðar Karlsdóttur, þar sem þeim er boðið í einstaka menningarreisu til Jórdaníu. Ástæðan er sú að forsvarsmönnum Kilroy hefur sárnað umræðurnar á útvarpsstöðinni.

„Að undanförnu hefur okkur þótt illa vegið að öðrum framandi menningarheimum og þá helst Mið-Austurlöndum. Þessvegna skorum við hér með á ykkur, Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra og Pétur Gunnlaugsson útvarpsmann, að þiggja boð okkar um að heimsækja Jórdaníu og upplifa þar öll þau stórkostlegu menningarundur sem þar er að finna,“ segir í bréfinu.

Tekið er fram að flug, gisting og leiðsögn um Amman, höfuðborg Jórdaníu, er innifalið í boðinu.

„Við teljum þetta vera einstakt tækifæri til þess að víkka sjóndeildarhringinn, kynnast arabískri menningu og smakka á öllum þeim fjölbreyttu réttum sem þar eru í boði. Í kjölfarið vonum við að þessi ferð geti haft jákvæð áhrif og leiði til upplýstari umræðu á Útvarpi Sögu eftir að þáttastjórnendur hafa upplifað þennan menningarheim með eigin skilningarvitum,“ segir í bréfinu.

Arnþrúður sjálf virðist hins vegar ekki par hrifinn af boðinu líkt og DV greinir frá hér og kallar það „einhverja markaðsbrellu og tóma dellu“

Facebook færsla Kilroy:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum