fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Fókus

Gleðitíðindi fyrir aðdáendur The Simpsons: Fyrsta „Kwik-E-Mart“ búðin opnuð í Bandaríkjunum

Auður Ösp
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 16:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn föstudag var óvenjuleg matvöruverslun opnuð  í Myrtle Beach Borg í Suður Karólínu.  Um er að ræða  eftirlíkingu af Kwik- E-Mart -kjörbúðinni sem kemur fyrir í sjónvarpsþáttunum sívinsælu um Simpson fjölskylduna.

Í verslun þessari er hægt að kaupa ýmis konar matvörur og drykki sem áhorfendur kannast við úr þáttunum, eins og „Buzz Cola“ gosdrykki, „Squishee“ ískrap, „Lard Lad“ kleinuhringi og „Flaming Moe“ orkudrykki. Þá er einnig hægt að versla þar ýmiskonar varning sem tengjast persónum þáttanna.

Um er að ræða fyrstu „alvöru“ Kwik-E-Mart búðina en í tengslum við frumsýningu The Simpsons Movie árið 2008 var nokkrum 7-Eleven verslunum í Bandaríkjunum breytt tímabundið í eftirlíkingu af búðinni. Minjagripaverslanir undir nafni Kwik E Mart  er einnig að finna í Hollywood og í Universal Studios skemmtigarðinum í Flórída en þar er fyrst og fremst hægt að versla minjagripi og ýmiskonar varning tengdan þáttunum.

Undanfarna daga hafa ánægðir viðskiptavinir tjáð sig á Twitter og birt ljósmyndir af því sem fyrir augu bar inni í versluninni.

Mark Cornell fer fyrir þróunarteyminu hjá SimEx-Iwerks afþreyingarfyrirtækinu sem stendur að baki opnuninni. Segir hann í samtali við WBTW að hugsað hafi verið út í hvert smáatriði við hönnun verslunarinnar. Þá segir hann segir staðsetningu verslunarinnar í Suður Karólínu vera afar hentuga.

„Milljónir manna koma hingað í frí á hverju ári og mig grunar að Hómer Simpson myndi koma hingað í frí. Hérna myndi hann vera á heimavelli.“

Ráðgert er að opna að minnsta kosti fjórar aðrar Kwik-E-Mart verslanir til viðbótar þegar fram líða stundir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“