fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Þrjú heimilisofbeldismál í gærkvöldi

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. október 2016 07:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk þrjú útköll vegna heimilisofbeldis í gærkvöldi. Að sögn lögreglu voru einstaklingar vistaðir í fangageymslu í tveimur tilfellum en í þriðja málinu komst hinn grunaði undan lögreglu.

Verkefni lögreglu í gærkvöldi og í nótt voru af ýmsum toga. Þannig var tilkynnt um 20 hross á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi. Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru ræstir út til að koma þeim á sinn stað.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í kringum miðnættið, en báðir eru þeir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þeir voru handteknir og færðir á lögreglustöð til sýnatöku. Að því loknu gátu þeir um frjálst höfuð strokið.

Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af tveimur bifreiðum vegna vangoldinna trygginga og vanrækslu að færa ökutæki til aðalskoðunar.

Loks hafði lögregla afskipti af 4 umferðaróhöppum á höfuðborgarsvæðinu; 3 óhappanna voru minniháttar og einungis um eignatjón á bifreiðum að ræða en fjórða óhappið var bílvelta á Suðurlandsvegi við Bolöldu. Betur fór en á horfðist að sögn lögreglu og sluppu ökumaður og farþegi meiðslalaust frá bílveltunni. Bifreiðin var mikið skemmd og flutt af vettvangi með kranabifreið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur