fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Fangaverði vikið frá störfum – Virðist eiga í ástarsambandi við kafbátsmorðingjann Peter Madsen

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 06:11

Kim Wall og Peter Madsen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fangaverði á fertugsaldri hefur verið vikið frá störfum í Vestre Fængsel í Danmörku vegna sambands hennar við Peter Madsen sem er þekktastur fyrir að hafa myrt sænsku fréttakonuna Kim Wall um borð í kafbáti sínum, Nautilius, í Eyrarsundi á síðasta ári. Konan er tveggja barna móðir.

Konan hafði sjálf sagt upp starfi sínu sem fangavörður en hafði ekki skýrt fangelsismálayfirvöldum frá sambandi sínu við Madsen. Hún ætlaði að vinna út uppsagnarfrestinn en þegar fangelsismálayfirvöld komust að hinu sanna í málinu var henni strax vikið frá störfum og mun hún því ekki starfa meira við fangavörslu.

Það voru fangaverðir í Storstrøm Fængsel, þar sem Madsen hefur setið síðan í maí, sem komust að því að konan og Madsen eiga í einhverskonar ástarsambandi að því er virðist. Það voru sífelldar bréfaskriftir þeirra á milli sem komu upp um þau.

Ekstra Bladet skýrir frá þessu í dag. Fangelsismálayfirvöld hafa ekki viljað tjá sig um málið og það hefur lögmaður Madsen heldur ekki viljað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað