fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Átta bílar skemmdir eftir bruna hjá Öskju – Brennuvargurinn náðist á mynd

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Mánudaginn 20. ágúst 2018 13:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gífurlegt tjón varð þegar bruni átti sér stað hjá bílaumboðinu Öskju snemma í morgun. Alls skemmdust átta bílar í brunanum sem var tilkynntur um klukkan 5 í nótt og var slökkvilið kallað strax út. Í samtali við DV sagði Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, að bílarnir hefðu ekki allir verið í eigu fyrirtækisins. Fjórar bifreiðar voru í eigu Öskju en hinir fjórir voru í eigu einstaklinga sem voru með bifreiðarnar á leið í viðgerð hjá Öskju. „Eldurinn fer hratt á milli bíla og sem betur fer voru mjög snör handtök hjá slökkviliðinu sem kom fljótt á vettvang. Það gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins eftir komu slökkviliðsins“.

Að sögn Jóns Trausta náðist atvikið á mynd á eftirlitskerfi fyrirtækisins. Upptökurnar hafa verið afhentar lögreglunni og er rannsókn í fullum gangi. „Það voru bæði vitni sem hafa gefið sig fram og síðan höfum við efni úr öryggismyndavélum“. Jón Trausti staðfesti einnig við DV að um íkveikju væri að ræða en gat ekki staðfest hversu margir hafi verið að verki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum