fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

„Námskeiðinu var ætlað að veita börnunum svigrúm til að segja sögu sína – sögu sem er mörkuð af stríði og skelfingu“

LJósmyndasýning í Hafnarfirði sýnir börn í flóttamannabúðum sem fóru á námskeið í skapandi skrifum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 22. október 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýrlenski flóttamaðurinn og læknirinn dr. Bashar Farahat stendur að ljósmyndasýningunni Skilaboð frá flóttamannabúðunum dagana 25. til 28. október. Ljósmyndirnar sýna börn sem búa í flóttamannabúðum í Líbanon þar sem 1,1 milljón flóttamanna frá Sýrlandi dvelur við einkar erfiðar aðstæður. Setningarnar sem prýða hverja mynd eru hluti af afrakstri barnanna sem sóttu smiðju í skapandi skrifum hjá dr. Bashar Farahat í flóttamannabúðunum.

„Námskeiðinu var ætlað að veita börnunum svigrúm til að segja sögu sína – sögu sem er mörkuð af stríði og skelfingu, minningum um flótta og leit að hæli og vernd. Ég vildi gefa þeim pláss til að deila sársauka sínum en einnig vonum, á sinn eigin hátt. Börnin sungu, dönsuðu, grétu, brostu, drógu upp mynd af draumum sínum og stundum skrifuðu þau skilaboð frá búðunum. Setningarnar á myndunum valdi ég af kostgæfni úr skrifum barnanna á námskeiðinu,“ segir dr. Bashar Farahat.

Þegar ég sný aftur til Sýrlands ætia ég að búa til tjald fyrir leikföngin mín
Shahd 11 ára Þegar ég sný aftur til Sýrlands ætia ég að búa til tjald fyrir leikföngin mín

Mynd: Amnesty International

Ljósmyndasýningin er haldin í samstarfi við Íslandsdeild Amnesty International. Gestum sýningarinnar verður boðið að skrifa skilaboð til barnanna í flóttamannabúðunum í Líbanon. Íslandsdeild Amnesty International, í samstarfi við dr. Bashar Farahat, mun tryggja að skilaboðin frá Íslandi rati rétta leið.

Mohammed Abdullah tók myndirnar og Shadi Jaber sá um uppsetningu. Dr. Bashar Farahat mun opna ljósmyndasýninguna formlega þriðjudaginn 25. október kl. 17:00 í Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar og stendur opnunin til kl. 19:00.

Aðeins fífl skjóta af byssum
Batoul 14 ára Aðeins fífl skjóta af byssum

Mynd: Amnesty International

Frjáls skrif ná til hjarta fólks með rödd sinni og ferðast um allan heim.
M Bayan 12 ára Frjáls skrif ná til hjarta fólks með rödd sinni og ferðast um allan heim.

Mynd: Amnesty International

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“