fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Róbert dregur saman seglin á Siglufirði: „Lítum svo á að nú sé tími til að hægja á og vinna úr því sem komið er“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. ágúst 2018 15:00

Róbert Guðfinnsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði, sem undanfarin ár hefur lagt milljarða í uppbyggingu bæjarins, hyggst nú draga saman seglin í þeim mikla uppgangi sem hann hefur staðið fyrir.

Róbert á heiðurinn af byggingu Sigló hótels, Rauðku húsanna og nýs golfvallar svo fátt eitt sé nefnt og hefur því verið fleygt að á meðan fjárglæframenn hrunsins, kenndir við víkinga, fóru í útrás, hafi Róbert hafið innrás á Siglufjörð, en hann hefur sett að minnsta kosti um 5-6 milljarða inn í bæjarfélagið að talið er.

 

Fyrirferðamikil starfssemi

Selvík, félag á vegum Róberts, hefur sagt upp starfsmönnum undanfarið og frestað hefur verið byggingu golfskálans á svæðinu.

Róbert staðfestir í samtali við Trölla, fréttavef á Siglufirði, að hann ætli sér að hægja á:

„Á síðustu tólf árum höfum við staðið að viðamiklum fjárfestingum á Siglufirði. Það hefur verið fjárfest fyrir allmarga milljarða í uppbyggingu í samfélaginu. Við lítum svo á að nú sé tími til að hægja á og vinna úr því sem komið er. Ég hef orðið var við áhyggjur af því hvað starfsemi á okkar vegum sé orðin fyrirferðamikil í litlu samfélagi. Með því að við hægjum á þá hljóta að opnast tækifæri fyrir aðra að taka við boltanum og gera betur.”

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður