fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Hestur með kalið typpi lögsækir fyrrverandi eiganda sinn – Krefst 11 milljóna í skaðabætur

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 11:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hesturinn Réttlæti sem áður hét Skuggi hefur lögsótt fyrrverandi eiganda sinn vegna vanrækslu sem hann varð fyrir. Hesturinn fór í skoðun hjá dýralækni á síðasta ári þar sem í ljós kom að hann hafi misst heil 140 kíló. Hesturinn var allur í lús. Þá var getnaðarlimur Réttlætis svo frostbitinn að mögulega þarf skepnan að leggjast undir hnífinn og fjarlægja liminn.  Málið verður tekið fyrir í dómsal í Oregon í Bandaríkjunum og krefst hesturinn 11 milljóna króna í skaða og miskabætur. Þessi furðufrétt er birti í hinum virta miðli Washington Post.

Fyrrverandi eigandi hestsins skildi skepnuna eftir úti á víðavangi síðasta sumar þar sem lítið æti var að fá og Réttlæti missti næstum getðnarlim sinn. Eigandinn hefur játað brot sín fyrir rétti en það gerði hann þegar hann var sóttur til saka vegna brota á lögum um dýravernd.

Hesturinn hefur að sjálfsögðu enga hugmynd um kæruna, en markmið lögsóknarinnar er að sjá hvort dýr hafi sömu réttindi og manneskjur í dómsölum í Bandaríkjunum og er allur kostnaður við lögsóknina greiddur af dýraverndunarsamtökum. Samkvæmt lögmanni hestsins, Sarha Hanneken, segir við Washington Post að þeir sem verði fyrir ofbeldi geti ekki oft sagt frá ofbeldinu sjálfir og verði því aðrir að gera það. Margir lagaspekingar í Bandaríkjunum telja hins vegar að hesturinn fái engar bætur og segja að þessi lögsókn sé eingöngu til að vekja athygli á dýravelferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Rússar sækja fram á meðan Úkraínumenn bíða eftir vopnum

Rússar sækja fram á meðan Úkraínumenn bíða eftir vopnum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Í gær

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna