fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Halldór Auðar segir skrif Morgunblaðsins ævintýralega heimskuleg – „Sérstök svívirða út af fyrir sig“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. ágúst 2018 14:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Auðar Svansson, Pírati og fyrrverandi borgarfulltrúi, segir að Víkverji, nafnlaus pistill sem er skrifaður af blaðamönnum ritstjórnar Morgunblaðsins, sé í dag ævintýralega heimskulegur. Þar er gefið í skyn að hnattræn hlýnun sé mögulega ofmetið vandamál. Það er svo sett í samhengi við alnæmi.

„Víkverji var kominn á fermingaraldur þegar alnæmi ruddist inn í tilveruna. Samkynhneigðir og fíkniefnaneytendur voru í sérstökum áhættuhópi og unglingar því beðnir um að fara varlega í ástarlífinu. Ekkert væri hægt að gera fyrir þá sem veiktust af Aids. „Allt mannkynið í hættu“ sagði í forsíðufrétt Morgunblaðsins vorið 1985. Meðal viðbragða við vá þessari var að smokkasjálfsalar voru settir upp út um borg og bý og góðhjartaðar hjúkrunarkonur fluttu fyrirlestra í skólum. Nú er lítið og sjaldan minnst á alnæmi og hættan virðist liðin hjá. Kannski var málið ekki jafn alvarlegt og talið var,“ segir í Víkverja.

Sá sem skrifar Víkverja spyr hvort það sama eigi við um loftslagsmál: „Og áfram – nú á árinu 2018 – er alið á ótta. Vísindamenn hafa sjálfsagt margt til síns máls í umfjöllun um loftslagsmál og hlýnun andrúms. En er hættan ofmetin? Vitað er að yfir langan tíma breytist veðurfar; hlýindakaflar og kuldaskeið koma og fara. Hafa einhverjir hagsmuni af því að markaðssetja óttann og ósköpin?“

Halldór Auðar segir að alnæmi sé víða enn mikið og banvænt vandamál. „Skrif Víkverja dagsins eru ævintýralega heimskuleg. Það er ekkert sérstaklega flókið mál að núorðið er sjaldan minnst á alnæmi á Vesturlöndum nákvæmlega vegna þess að brugðist var við með öflugum fyrirbyggjandi aðgerðum. Annars staðar, svo sem víða í Afríku, þar sem stjórnvöld hafa jafnvel sums staðar misst sig í að ýta undir afneitun á vísindalegum staðreyndum um alnæmi, er það ennþá mikið og banvænt vandamál.

Hann segir að þessi skrif ættu að fá sérstök hálfvitaverðlaun: „Margt heimskulegt hefur verið ritað til að réttlæta afneitun á staðreyndum um hnattræna hlýnun en þetta hlýtur að vinna sérstök hálfvitaverðlaun. Vanvirðingin í garð þeirra sem hafa unnið þrekvirki í að koma í veg fyrir alnæmisfaraldur á heimsvísu er síðan sérstök svívirða út af fyrir sig. Þetta er svona svipað og að efast um gildi slökkviliða af því það sé ekki nægilega algengt að hús brenni til grunna. „Ég er ekkert að finna svo mikið fyrir þessu akkúrat núna og þá bara getur það ekki verið vandamál“ er grafskrift hins forréttindablinda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum