fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
FréttirLeiðari

Sundurtættur Framsóknarflokkur

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 27. september 2016 09:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framsóknarflokkurinn er sundurtættur vegna innanflokksátaka og sættir munu ekki nást milli fylkinga á flokksþingi um helgina. Skiptir þá engu hvor verður kjörinn formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eða Sigurður Ingi Jóhannsson. Flokkurinn og flokksmenn munu þurfa að líða í einhvern tíma. Á meðan er hætt við að trúverðugleiki flokksins verði í lágmarki. Formannsins, sem kjörinn verður, bíður því mikið uppbyggingarstarf sem ekki verður unnið í snarhasti heldur verður það þolinmæðisverk sem tekur tíma.

Það er vægast sagt óheppilegt að grimmilegt uppgjör í flokknum fari fram örskömmu fyrir kosningar. Þar mun önnur fylkingin sigra og hin bíða lægri hlut með tilheyrandi sárindum og beiskju og sættir virðast ekki líklegar. Framsóknarmenn ættu eftir fremsta megni að leggja á minnið að enginn einn maður er stærri en flokkurinn. Sigurður Ingi hefur lýst því yfir að hann muni sitja áfram á þingi bíði hann ósigur í formannskjöri og flokkurinn þarf á kröftum hans að halda. Hið sama má segja um Eygló Harðardóttur og svo sannarlega einnig um Lilju Alfreðsdóttur sem hefur staðið sig frábærlega í starfi utanríkisráðherra. Það væri verulegt högg fyrir Framsóknarflokkinn hyrfu þessar konur af vettvangi vegna óánægju með úrslit flokksþingsins.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sannarlega umdeildasti stjórnmálamaður landsins. Hann má varla opna munninn án þess að hópur andstæðinga hans fari hamförum. Þar hefur margt afar ósanngjarnt verið sagt og margoft hefur illilega verið snúið út úr orðum hans. Hópur fólks sér einfaldlega rautt þegar nafn Sigmundar Davíðs er nefnt og hefur aldrei og mun aldrei láta hann njóta sannmælis. Slíkt er hlutskipti umdeildra stjórnmálamanna og þeir verða að þola það en ekki kveinka sér öllum stundum, eins og Sigmundur Davíð hefur gert og er áberandi löstur á hans ráði.

Sigmundur Davíð á auðvelt með að koma fólki úr jafnvægi enda er málflutningur hans iðulega mjög ögrandi. Hann er örugglega vel meinandi og enginn ætti að efast um að hann setur hagsmuni lands og þjóðar í öndvegi. Það verður hins vegar ekki framhjá því horft að öll viðbrögð hans í Wintris-málinu voru röng. Hann hefur ekki tekið ábyrgð á því máli og heldur áfram að tala um viðamiklar persónulegar árásir á sig. Sá málflutningur hans hefur ekki átt hljómgrunn hjá þjóðinni enda virkar hann sem sambland af vanstillingu og afneitun.

Það er einnig ljóst að stjórnarandstaðan hefur ekki áhuga á að starfa með Sigmundi Davíð í ríkisstjórn og reyndar virðist ekki heldur áberandi áhugi á því innan Sjálfstæðisflokksins. Á meðan hefur Sigurður Ingi Jóhannsson vaxið í starfi forsætisráðherra. Hann er hógvær mannasættir og kalt mat er að Framsóknarflokkurinn ætti mun meiri möguleika á að komast í ríkisstjórn undir forsæti hans fremur en Sigmundar Davíðs.

En svo má velta því fyrir sér hvort flokkur sem er jafn illa farinn vegna bræðravíga og Framsóknarflokkurinn eigi erindi í ríkisstjórn. Kannski væri hollast fyrir flokkinn að sitja hjá við stjórn landsins á næsta kjörtímabili, jafna sig og safna kröftum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“