fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Kaffihús rukkaði ferðamenn 5.300 kr. fyrir tvo kaffibolla og tvær vatnsflöskur

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 20:30

Kaffið var saklaust af þessu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamaður er æfur eftir að kaffihús rukkaði hann andvirði 5.300 krónum fyrir tvo kaffibolla og tvær vatnsflöskur. Ferðamaðurinn, hinn 62 ára gamli Juan Carlos Bustamente, settist á Caffe Lavena við Markúsartorgið í Feneyjum um helgina og brá svo mikið við að sjá reikninginn að hann birti hann á samfélagsmiðlum.

Kaffibollinn var á 11,5 evrur og 250 ml vatnsflaskan á 10 evrur, gera það rúmar 5.300 íslenskar krónur í heild.

„Ég veit ekki hvað ykkur finnst en mér finnst of mikið að rukka 43 evrur fyrir tvo kaffibolla og tvær vatnsflöskur!,“ sagði Bustamente á Twitter.

Markúsartorgið í Feneyjum.

Talsmaður kaffihússins svaraði honum fullum hálsi og sagði ekki rukkað fyrir drykkina sjálfa, verið væri að rukka fyrir upplifunina. „Fólk hlustar ekki þegar við réttum þeim matseðilinn og segjum þeim að það kostar meira að sitja úti. Það pirrast bara ef við reynum að útskýra. Ef fólk vill bara kaffi þá er hægt að kaupa það á barnum fyrir 1,25 evru. Ef fólk vill sitja úti, njóta þess að hlusta á tónlistina og horfa á Markúsartorgið, þá rukkum við fyrir þá upplifun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum