fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

15 ára íslenskri stúlku nauðgað í Danmörku

Var í heimsókn hjá ættingjum í Óðinsvéum

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 21. september 2016 07:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júlí árið 2015 var 15 ára íslenskri stúlku nauðgað í bílskúr í Óðinsvéum í Danmörku. Tveir menn hafa nú verið sakfelldir vegna málsins.

Í dómsskjölum kemur fram að stúlkan hafi verið í heimsókn hjá ættingjum sínum þann 9 júlí 2015. Um kvöldið fór hún út í búð.

Þá hitti hún tvo menn og fór að ræða við þá. Þeir fengu hana með sér að bílskúr í hverfinu með loforði um að þar gæti hún fengið sígarettur.

Þegar þangað var komið hringdu þeir í 15 ára dreng, nú 16 ára, og spurðu hann hvort hann gæti útvegað sígarettur og nefndu jafnframt að hann hefði möguleika á kynlífi ef hann kæmi í bílskúrinn. Pressan greindi frá málinu í morgun.

Í dómsskjölum kemur fram að stúlkan hafi ekki skilið það sem fram fór í símtalinu sem var á dönsku.

Stúlkan sagði að í bílskúrnum hafi hún verið neydd til að veita 15 ára drengnum munnmök og auk þess sem hann nauðgaði henni.

Dómstóll í Óðinsvéum komst að þeirri niðurstöðu í gær að báðir mennirnir hafi gerst sekir um nauðgun. Refsing þeirra verður ákveðin þann 13. Október næstkomandi. Beðið er eftir niðurstöðum geðrannsóknar á yngri manninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði