fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Karlmenn með kvíðaröskun tvisvar sinnum líklegri til að deyja úr krabbameini

Konur ekki í sama áhættuhópi

Kristín Clausen
Föstudaginn 23. september 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmenn sem þjást af miklum kvíða eru tvisvar sinnum líklegri að deyja úr krabbameini heldur en þeir sem ekki glíma við kvíða. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Þar segir jafnframt að konur með kvíðaröskun séu ekki í sama áhættuhópi.

Konur fara fyrr til læknis

Ástæðan fyrir því er sú að karlmenn með kvíðaröskun eru mun líklegri en konur til að reykja og neyta áfengis og annarra vímugjafa í þeim tilgangi að „róa taugarnar“ heldur en konur.

Þessi svokallaða sjálfslækningaraðferð eykur líkurnar á að fá krabbamein umtalsvert.

Að auki segir í niðurstöðum rannsóknarinnar að konur fari mun fyrr til læknis heldur en karlmenn ef þeim grunar að eitthvað bjáti á. Þannig finnst krabbameinið fyrr í konum en körlum og því líklegra að hægt sé að lækna það.

Þarf að fylgjast betur með þessum hópi

Tæplega 16 þúsund Bretar tóku þátt í rannsókninni sem stóð yfir í 15 ár. Háskólinn í Cambridge hélt utan um rannsóknina sem var styrkt af læknavísinda-stofnuninni, Medical Research Council, og breska krabbameinsrannsóknarsjóðnum, Cancer Research UK found.

Olivia Remes, sem er prófessor í geðheilbrigði við háskólann hélt erindi um niðurstöðurnar í síðustu viku. Þar sagðir hún að fyrri rannsóknir á orsakasambandi kvíða og krabbameins hefðu verið ófullnægjandi. Rannsókn Cambridge háskólans væri sú stærsta á þessu sviði hingað til.

„Niðurstöður okkar eru þær að karlmenn með kvíðaröskun eru tvisvar sinnum líklegri að deyja úr krabbameini heldur en þeir karlmenn sem eru ekki með kvíðaröskun. Samband þarna á milli finnst hinsvegar ekki hjá konum.“

Hún sagði jafnframt að lækna- og fræðasamfélagið þurfi að fylgjast betur með karlmönnum með kvíðaröskun og gefa þessum hópi mun meiri gaum en áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd