fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025

Skepnur eru vitlausar í þetta – Eyþór gefur út bók á afmælisdaginn

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 31. júlí 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Árnason sviðsstjóri Hörpu á afmæli næsta fimmtudag, en þá er hann 64 ára.

„Það er nú ekki svo merkilegt, nema það gerist alltaf á þessum degi ár hvert. En ég ætla að nota tækifærið á afmælisdaginn og senda frá mér ljóðabók,“ segir Eyþór. Ljóðabókin, Skepnur eru vitlausar í þetta, er hans fimmta.

„Þetta eru 64 ljóð, enda verð ég 64 ára svo þetta passar allt,“ segir Eyþór. „Hvað er betra en ljóðabók í svefnpokann um verslunarmannahelgina? Nei, ég segi nú bara svona!“

Eyþór býður í útgáfuhóf í Eymundsson í Austurstræti kl.17 og allir eru velkomnir.

Hamingjudagur er fyrsta ljóð bókarinnar:

Stundum vakna ég hamingjusamur

fullur af krafti

tel dúkatana í skjóðunni

kaupi gaslampa, tvo dróna

og slæ blettinn

Raka saman tíðindum

saxa í föng og

hleð upp lítinn bólstur

 

strengi striga yfir

sting upp góðan hnaus og

skelli ofan á svo vetrarforðinn

fjúki ekki út í buskann

Forðagæslumaðurinn

verður glaður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leikmaður Arsenal í sögubækurnar

Leikmaður Arsenal í sögubækurnar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun