fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Tollstjóri krefst nauðungarsölu hjá Hermanni Hreiðarssyni

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 30. júlí 2018 12:40

Hermann Hreiðarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tollstjóri hefur óskað eftir nauðungarsölu á íbúð í Vestmannaeyjum í eigu Hermanns Hreiðarssonar, fyrrverandi landsliðsmanns í knattspyrnu og fjárfestis, vegna 42,8 milljón króna kröfu að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu.
Viðskiptablaðið greinir frá og segir Hermann að málið tengist fjárfestingum í kvikmyndagerð í Bretlandi, sem hann og fleiri knattspyrnumenn í Bretlandi hafi tekið þátt í. Krafan hafi síðan verið send frá Bretlandi.
„Tollstjóri er alveg meðvitaður um þetta mál,“ segir Hermann. Eftir lagabreytingu í Bretlandi hafi fjölmargir aðilar fengið bakreikning frá breskum skattyfirvöldum. „Þeir breyttu lögunum þannig að fullt af fólki fengu alls konar reikninga,“ segir Hermann.
Nauðungarsala á íbúð Hermanns var auglýst í Lögbirtingarblaðinu í dag.
Eitt þeirra verkefna sem Hermann fjárfesti í er enn á borði dómstóla á Bretlandi. „Það er endurskoðandi með þetta úti. Þegar komin er niðurstaða í það þá annað hvort skuldar maður eitthvað eða ekki. Ef maður skuldar eitthvað þá bara borgar maður það og ef maður á inni þá fær maður það,“ segir Hermann.
Hins vegar hefur Hermann ekki fengið neitt endurgreitt vegna fjárfestingar sinnar og því segir hann að geti vart staðist að hann fái reikning frá skattinum vegna þess. „Ég var búinn að borga og fékk aldrei neitt endurgreitt,“ bendir Hermann á.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys

Fluttur á bráðamóttökuna eftir vinnuslys
Fréttir
Í gær

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“

Sanna las um það í fjölmiðlum að hún ætti að segja sig úr flokknum – „Ekki fengið tölvupóst, símtal né SMS“
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Í gær

Segir engan áhuga vera á Ómari á vinnustað hans til áratuga

Segir engan áhuga vera á Ómari á vinnustað hans til áratuga
Fréttir
Í gær

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld

Formaður Afstöðu vill náða Kourani strax – Ástæðan er einföld